Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá fer vaxandi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 1. maí 2019 08:00 Mesta aukningin í nýskráningum vanskila er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð. Fréttablaðið/Anton Fjöldi nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú prósent. Þetta segir Laufey Jónsdóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtækisins. Mesta aukningin er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. „Sögulega hefur verið fylgni á milli nýskráninga á vanskilaskrá og efnahagsástandsins hverju sinni,“ bætir hún við. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin vanskil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vísbendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja. Efnahagshorfur hafa versnað mjög hratt og ljóst að samdráttur í ferðaþjónustunni hefur víðtæk áhrif á allt efnahagslífið. Þá er líklegt að vanskil muni aukast á næstu mánuðum samfara því sem efnahagsslakinn verður meiri líkt og spár gera ráð fyrir. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki. Þó krónan hafi gefið lítillega eftir er hún enn mjög sterk í sögulegu samhengi sem kemur niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni. Þá hefur launakostnaður hækkað mikið síðustu ár og langt umfram undirliggjandi framleiðni en ytri skilyrði hafa verið hagstæð og mikill hagvöxtur hefur skapað rými til að mæta slíkum launahækkunum. Nú hafa þær forsendur breyst. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Þá eru skattar á Íslandi enn háir og lítið svigrúm hefur verið skapað til að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum gjöldum,“ segir hún. Að því sögðu bendir Ásdís á að viðnámsþróttur hagkerfisins sé sterkari en oft áður við upphaf niðursveiflu. „Skuldastaða einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera er sögulega lág. Síðustu ár hafa skuldir verið greiddar niður og hagkerfið því betur í stakk búið til að takast á við áföll. Þá skiptir ekki síður máli að svigrúm er hjá bæði hinu opinbera og Seðlabankanum til að styðja við þá aðlögun sem er fram undan. Seðlabankinn hefur nú þegar gefið mjög sterklega til kynna að stýrivextir muni lækka á næstunni auk þess sem stjórnvöld geta hæglega skapað rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og önnur gjöld. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar, einkum nú þegar efnahagsforsendur hafa nánast tekið u-beygju á mjög skömmum tíma.“ Aukin vanskil eru í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Eins og fram hefur komið er mesta aukning á nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð eða 4,6 prósent og í heild- og smásöluverslun en þar er hlutfallið 3,6 prósent. „Mikil fjárfesting hefur verið í byggingarstarfsemi síðustu ár og skuldsetning aukist samhliða. Byggingariðnaðurinn er því kannski viðkvæmari fyrir breyttum rekstrarskilyrðum. Í raun má segja að byggingariðnaðurinn sé að auka verulega framboð fasteigna sem hefur eðlilega þau áhrif að það tekur lengri tíma að selja eignir nú en áður. Á sama tíma eru efnahagsforsendur að breytast hraðar en kannski gert hafði verið ráð fyrir, þannig að heimili og fyrirtæki halda að sér höndum. Framboð er því fyrst nú að aukast en á sama tíma er eftirspurnin minni,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Fjöldi nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú prósent. Þetta segir Laufey Jónsdóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtækisins. Mesta aukningin er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vísbendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. „Sögulega hefur verið fylgni á milli nýskráninga á vanskilaskrá og efnahagsástandsins hverju sinni,“ bætir hún við. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin vanskil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vísbendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja. Efnahagshorfur hafa versnað mjög hratt og ljóst að samdráttur í ferðaþjónustunni hefur víðtæk áhrif á allt efnahagslífið. Þá er líklegt að vanskil muni aukast á næstu mánuðum samfara því sem efnahagsslakinn verður meiri líkt og spár gera ráð fyrir. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki. Þó krónan hafi gefið lítillega eftir er hún enn mjög sterk í sögulegu samhengi sem kemur niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri samkeppni. Þá hefur launakostnaður hækkað mikið síðustu ár og langt umfram undirliggjandi framleiðni en ytri skilyrði hafa verið hagstæð og mikill hagvöxtur hefur skapað rými til að mæta slíkum launahækkunum. Nú hafa þær forsendur breyst. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Þá eru skattar á Íslandi enn háir og lítið svigrúm hefur verið skapað til að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum gjöldum,“ segir hún. Að því sögðu bendir Ásdís á að viðnámsþróttur hagkerfisins sé sterkari en oft áður við upphaf niðursveiflu. „Skuldastaða einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera er sögulega lág. Síðustu ár hafa skuldir verið greiddar niður og hagkerfið því betur í stakk búið til að takast á við áföll. Þá skiptir ekki síður máli að svigrúm er hjá bæði hinu opinbera og Seðlabankanum til að styðja við þá aðlögun sem er fram undan. Seðlabankinn hefur nú þegar gefið mjög sterklega til kynna að stýrivextir muni lækka á næstunni auk þess sem stjórnvöld geta hæglega skapað rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og önnur gjöld. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar, einkum nú þegar efnahagsforsendur hafa nánast tekið u-beygju á mjög skömmum tíma.“ Aukin vanskil eru í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Eins og fram hefur komið er mesta aukning á nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð eða 4,6 prósent og í heild- og smásöluverslun en þar er hlutfallið 3,6 prósent. „Mikil fjárfesting hefur verið í byggingarstarfsemi síðustu ár og skuldsetning aukist samhliða. Byggingariðnaðurinn er því kannski viðkvæmari fyrir breyttum rekstrarskilyrðum. Í raun má segja að byggingariðnaðurinn sé að auka verulega framboð fasteigna sem hefur eðlilega þau áhrif að það tekur lengri tíma að selja eignir nú en áður. Á sama tíma eru efnahagsforsendur að breytast hraðar en kannski gert hafði verið ráð fyrir, þannig að heimili og fyrirtæki halda að sér höndum. Framboð er því fyrst nú að aukast en á sama tíma er eftirspurnin minni,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira