16 eru slasaðir hið minnsta eftir að sprengja sprakk í námunda við rútu, fulla af ferðamönnum, sem heimsóttu safn við einn vinsælasta ferðamannastað Egyptalands, pýramídana í Giza. BBC greinir frá.
Flestir hinna særðu eru sagðir vera erlendir ferðamenn. Skammt er síðan samskonar atvik kom upp á svipuðum slóðum en í desember létust þrír víetnamskir ferðamenn ásamt egypskum fararstjóra þegar að sprengja, sem lá í vegarkanti, sprakk þegar rúta sem þeir voru um borð í keyrði fram hjá.
