Stöndum í lappirnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun