Eins og gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 18. maí 2019 11:00 Hugleikur vill að allir viti að hann var fyrstur til að fíla Marvel-teiknimyndasögurnar. Fréttablaðið/Ernir Hugleikur Dagsson ferðaðist um Evrópu með brot úr sínu besta uppistandi. Í Finnlandi var lokasýningin tekin upp af kvikmyndagerðarmanninum Árna Sveinssyni. Í kvöld er Hugleikur með beina lýsingu á Eurovision ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy. Hugleikur er nýkominn aftur landsins eftir uppistandstúr um Evrópu. „Við byrjuðum í Ungverjalandi og enduðum í Finnlandi. Þetta voru 18 borgir og í heildina 20 sýningar. Þetta er mesta keyrsla sem ég hef farið í á ævinni. En þetta var auðvitað ógeðslega gaman,“ segir Hugleikur.Stærsti túr hans til þessa „Ég er nokkuð viss um að þetta sé lengsti og stærsti túr íslensks uppistandara frá upphafi. Nokkuð viss um að ég fari ekki með fleipur með þeirri yfirlýsingu.“ Hugleikur ferðaðist ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy og umboðsmanni sínum, Rakel Sævarsdóttur. „Jono hitaði upp fyrir mig fyrir hvert uppistand, tók 15 mínútna langt sett. Rakel var svo ástæðan fyrir því að við hreinlega komumst lífs af frá þessari ferð. Hún sá til þess að við borðuðum, svæfum og hefðum yfirleitt flugmiða á milli staða.“ Túrinn samanstóð af brotum úr því besta frá uppistöndum Hugleiks hérlendis síðustu ár. „Við enduðum svo viljandi í Finnlandi. Ég hef alltaf átt mikið bakland þar og aðdáendur. Bækurnar mínar hafa einmitt komið þar út og gengið ágætlega í sölu. Þannig að við enduðum þar til að taka upp lokauppstandið sem svo stendur til að selja,“ segir Hugleikur. Hann segir að það verði stefnt hærra en lægra þegar það kemur að dreifingu uppistandsins. Toppurinn væri auðvitað streymisveitan Netflix. „Árni Sveins kvikmyndagerðarmaður kom út og hitti okkur í Finnlandi þar sem hann leikstýrði loka uppistandinu. Það fór fram í leikhúsinu í Helsinki og þótt ég segi sjálfur frá, þá var það mitt besta uppistand til þessa. Ég er alveg rosalega glaður að þetta hafi náðst á upptöku.“ Hugleikur er með hlaðvarpsþætti ásamt Jonathan. Það kallast Icetralia. „Við erum eina íslensk-ástralska hlaðvarpið á alnetinu. Ég leyfi mér að fullyrða það. Við höfum lýst Eurovision í beinni síðastliðin tvö ár og höfum hingað til ekki sett það á netið. Fólk hefur hingað til bara orðið að koma til að sjá okkur. Það eru samt einhverjar hugmyndir um að reyna að streyma þessu á Facebook en við sjáum hvernig það gengur,“ segir hann.Ókeypis á viðburðinn „Við verðum eins og gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum, með okkar skot og kímni. Jonathan er mjög fróður um Eurovision. Það er honum meðfætt þar sem hann er samkynhneigður. Hann vissi hvað bakraddasöngvararnir í belgíska laginu 1987 hétu áður hann vissi hvað Eurovision var. Þetta er eitthvað sem er í blóðinu.“ Hugleikur segir Jonathan hafa talað meira á viðburðum síðustu tveggja ára en hann haldi að nú verði breyting á í ár. „Eftir þennan túr er ég kominn í svo mikið stuð. Þannig að ég held ég nái að hreyfa munninn jafn oft og hann. Við ætlum líka heldur ekkert að halda okkur frá þessari svokölluðu pólitík og stefnum á að ræða um fílinn í herberginu.“ Hann segir þá sem hafa blendnar tilfinningar gagnvart keppninni í ár eiga hiklaust að mæta á beina lýsingu þeirra félaga. „Við munum vafalaust hrauna jafn mikið og við dásömum. Ég er líka orðinn svo sleipur í enskunni eftir túrinn og svona. Stundum man ég jafnvel muninn á v-affi og tvöföldu v-affi,“ segir Hugleikur kíminn. Eftir beinu lýsinguna í Tjarnarbíó stefnir Hugleikur á að mæta í búningapartí í Bíó Paradís. „Þá þarf ég að mæta í búningi og er með tvær pælingar. Annars vegar að vera Lordi fátæka mannsins. Bara klippa leðurblökuvængi úr pappakassa. Annars gæti ég verið Conchita Wurst. Það væri flóknara því þá þyrfti ég gulan kjól og síða hárkollu. Ef allt bregst verð ég Eyfi þegar hann fór út með Nínu. Það gæti orðið flott.“ Talið berst að því að búðir sem selja unaðstæki ástarlífsins ásamt BDSM-varningi hafi haft nóg að gera síðustu daga þar sem allir viðskiptavinir finna sig knúna til að segja starfsfólkinu að innkaupin séu fyrir búningapartí. „Já, ég segi líka alltaf: Þetta er nú bara fyrir pabba, þegar ég kaupi Kamagra.“ Hann segir það öruggt mál að Hatari hafi hrundið af stað viðhorfsbreytingu til BDSM-lífsstílsins. „Það er örugglega fullt af BDSM-liði sem finnst fúlt hvað það er búið að „normalísera“ þetta núna. Þetta er svolítið eins og þegar það var í tísku að vera nörd og fíla Marvel. Það er mikilvægt að fólk viti að ég var fyrstur,“ segir hann að lokum og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Hugleikur Dagsson ferðaðist um Evrópu með brot úr sínu besta uppistandi. Í Finnlandi var lokasýningin tekin upp af kvikmyndagerðarmanninum Árna Sveinssyni. Í kvöld er Hugleikur með beina lýsingu á Eurovision ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy. Hugleikur er nýkominn aftur landsins eftir uppistandstúr um Evrópu. „Við byrjuðum í Ungverjalandi og enduðum í Finnlandi. Þetta voru 18 borgir og í heildina 20 sýningar. Þetta er mesta keyrsla sem ég hef farið í á ævinni. En þetta var auðvitað ógeðslega gaman,“ segir Hugleikur.Stærsti túr hans til þessa „Ég er nokkuð viss um að þetta sé lengsti og stærsti túr íslensks uppistandara frá upphafi. Nokkuð viss um að ég fari ekki með fleipur með þeirri yfirlýsingu.“ Hugleikur ferðaðist ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy og umboðsmanni sínum, Rakel Sævarsdóttur. „Jono hitaði upp fyrir mig fyrir hvert uppistand, tók 15 mínútna langt sett. Rakel var svo ástæðan fyrir því að við hreinlega komumst lífs af frá þessari ferð. Hún sá til þess að við borðuðum, svæfum og hefðum yfirleitt flugmiða á milli staða.“ Túrinn samanstóð af brotum úr því besta frá uppistöndum Hugleiks hérlendis síðustu ár. „Við enduðum svo viljandi í Finnlandi. Ég hef alltaf átt mikið bakland þar og aðdáendur. Bækurnar mínar hafa einmitt komið þar út og gengið ágætlega í sölu. Þannig að við enduðum þar til að taka upp lokauppstandið sem svo stendur til að selja,“ segir Hugleikur. Hann segir að það verði stefnt hærra en lægra þegar það kemur að dreifingu uppistandsins. Toppurinn væri auðvitað streymisveitan Netflix. „Árni Sveins kvikmyndagerðarmaður kom út og hitti okkur í Finnlandi þar sem hann leikstýrði loka uppistandinu. Það fór fram í leikhúsinu í Helsinki og þótt ég segi sjálfur frá, þá var það mitt besta uppistand til þessa. Ég er alveg rosalega glaður að þetta hafi náðst á upptöku.“ Hugleikur er með hlaðvarpsþætti ásamt Jonathan. Það kallast Icetralia. „Við erum eina íslensk-ástralska hlaðvarpið á alnetinu. Ég leyfi mér að fullyrða það. Við höfum lýst Eurovision í beinni síðastliðin tvö ár og höfum hingað til ekki sett það á netið. Fólk hefur hingað til bara orðið að koma til að sjá okkur. Það eru samt einhverjar hugmyndir um að reyna að streyma þessu á Facebook en við sjáum hvernig það gengur,“ segir hann.Ókeypis á viðburðinn „Við verðum eins og gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum, með okkar skot og kímni. Jonathan er mjög fróður um Eurovision. Það er honum meðfætt þar sem hann er samkynhneigður. Hann vissi hvað bakraddasöngvararnir í belgíska laginu 1987 hétu áður hann vissi hvað Eurovision var. Þetta er eitthvað sem er í blóðinu.“ Hugleikur segir Jonathan hafa talað meira á viðburðum síðustu tveggja ára en hann haldi að nú verði breyting á í ár. „Eftir þennan túr er ég kominn í svo mikið stuð. Þannig að ég held ég nái að hreyfa munninn jafn oft og hann. Við ætlum líka heldur ekkert að halda okkur frá þessari svokölluðu pólitík og stefnum á að ræða um fílinn í herberginu.“ Hann segir þá sem hafa blendnar tilfinningar gagnvart keppninni í ár eiga hiklaust að mæta á beina lýsingu þeirra félaga. „Við munum vafalaust hrauna jafn mikið og við dásömum. Ég er líka orðinn svo sleipur í enskunni eftir túrinn og svona. Stundum man ég jafnvel muninn á v-affi og tvöföldu v-affi,“ segir Hugleikur kíminn. Eftir beinu lýsinguna í Tjarnarbíó stefnir Hugleikur á að mæta í búningapartí í Bíó Paradís. „Þá þarf ég að mæta í búningi og er með tvær pælingar. Annars vegar að vera Lordi fátæka mannsins. Bara klippa leðurblökuvængi úr pappakassa. Annars gæti ég verið Conchita Wurst. Það væri flóknara því þá þyrfti ég gulan kjól og síða hárkollu. Ef allt bregst verð ég Eyfi þegar hann fór út með Nínu. Það gæti orðið flott.“ Talið berst að því að búðir sem selja unaðstæki ástarlífsins ásamt BDSM-varningi hafi haft nóg að gera síðustu daga þar sem allir viðskiptavinir finna sig knúna til að segja starfsfólkinu að innkaupin séu fyrir búningapartí. „Já, ég segi líka alltaf: Þetta er nú bara fyrir pabba, þegar ég kaupi Kamagra.“ Hann segir það öruggt mál að Hatari hafi hrundið af stað viðhorfsbreytingu til BDSM-lífsstílsins. „Það er örugglega fullt af BDSM-liði sem finnst fúlt hvað það er búið að „normalísera“ þetta núna. Þetta er svolítið eins og þegar það var í tísku að vera nörd og fíla Marvel. Það er mikilvægt að fólk viti að ég var fyrstur,“ segir hann að lokum og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira