Afhentu áströlsku söngkonunni heiðurssleggju Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 20:55 Klemens, Einar Hrafn og Matthías Tryggvi ásamt Kate Miller-Heidke. Gísli Berg Kate Miller-Heidke, sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision þetta árið, er fyrsti handhafi heiðurssleggju Hatara. „Við höfum fylgst með verkum þínum, hugrekki og vilja gegn kapítalismanum í gegnum alla keppnina. Sem þakklætisvott viljum við veita þér fyrstu heiðurssleggju Hatara. Vinsamlegast notaðu hana til að tortíma andstæðingum þínum á friðsamlegan hátt,“ sagði Matthías sem tók sér stöðu ofan á litlu borði á meðan Klemens hneygði sig og afhenti sleggjuna. „Kærar þakkir. Þessi viðurkenning hefur mikla þýðingu fyrir mig. Mig hefur alltaf langað í eina svona. Ég held að sleggjan gæti reynst mér vel á morgun,“ sagði Kate full af þakklæti. „Klárlega,“ bætti Matthías við. Afhending sleggjunnar fór fram baksviðs í Expo Tel Aviv höllinni augnablikum áður en Hatari steig á svið og flutti Hatrið mun sigra fyrir fullum sal af fólki og dómnefndum í þátttökulöndunum. Líklegt má telja að heiðurssleggjan sé ekki afhent til eignar heldur sé um táknræna afhendingu að ræða. Sleggjan er þó ekki sú sama og sú sem Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp með meiru, notar í atriði íslensku sveitarinnar. Ekki var annað að sjá á Kate en hún tæki viðurkenningunni vel. Hún stillti sér upp á mynd með drengjunum en sú ástralska er 25. á svið í kvöld eða næstsíðust. Ólíklegt má telja að Kate noti sleggjuna í atriði sínu sem reynir mikið á jafnvægi þar sem hún svífur um að því virðist í lausu lofti með hjálp langrar stangar sem sést þó ekki í sjónvarpsútsendingunni. Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri fái afhenta heiðurssleggju Hatara áður en Eurovision-ævintýrinu lýkur. Eurovision Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Sjá meira
Kate Miller-Heidke, sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision þetta árið, er fyrsti handhafi heiðurssleggju Hatara. „Við höfum fylgst með verkum þínum, hugrekki og vilja gegn kapítalismanum í gegnum alla keppnina. Sem þakklætisvott viljum við veita þér fyrstu heiðurssleggju Hatara. Vinsamlegast notaðu hana til að tortíma andstæðingum þínum á friðsamlegan hátt,“ sagði Matthías sem tók sér stöðu ofan á litlu borði á meðan Klemens hneygði sig og afhenti sleggjuna. „Kærar þakkir. Þessi viðurkenning hefur mikla þýðingu fyrir mig. Mig hefur alltaf langað í eina svona. Ég held að sleggjan gæti reynst mér vel á morgun,“ sagði Kate full af þakklæti. „Klárlega,“ bætti Matthías við. Afhending sleggjunnar fór fram baksviðs í Expo Tel Aviv höllinni augnablikum áður en Hatari steig á svið og flutti Hatrið mun sigra fyrir fullum sal af fólki og dómnefndum í þátttökulöndunum. Líklegt má telja að heiðurssleggjan sé ekki afhent til eignar heldur sé um táknræna afhendingu að ræða. Sleggjan er þó ekki sú sama og sú sem Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp með meiru, notar í atriði íslensku sveitarinnar. Ekki var annað að sjá á Kate en hún tæki viðurkenningunni vel. Hún stillti sér upp á mynd með drengjunum en sú ástralska er 25. á svið í kvöld eða næstsíðust. Ólíklegt má telja að Kate noti sleggjuna í atriði sínu sem reynir mikið á jafnvægi þar sem hún svífur um að því virðist í lausu lofti með hjálp langrar stangar sem sést þó ekki í sjónvarpsútsendingunni. Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri fái afhenta heiðurssleggju Hatara áður en Eurovision-ævintýrinu lýkur.
Eurovision Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp