Afhentu áströlsku söngkonunni heiðurssleggju Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 20:55 Klemens, Einar Hrafn og Matthías Tryggvi ásamt Kate Miller-Heidke. Gísli Berg Kate Miller-Heidke, sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision þetta árið, er fyrsti handhafi heiðurssleggju Hatara. „Við höfum fylgst með verkum þínum, hugrekki og vilja gegn kapítalismanum í gegnum alla keppnina. Sem þakklætisvott viljum við veita þér fyrstu heiðurssleggju Hatara. Vinsamlegast notaðu hana til að tortíma andstæðingum þínum á friðsamlegan hátt,“ sagði Matthías sem tók sér stöðu ofan á litlu borði á meðan Klemens hneygði sig og afhenti sleggjuna. „Kærar þakkir. Þessi viðurkenning hefur mikla þýðingu fyrir mig. Mig hefur alltaf langað í eina svona. Ég held að sleggjan gæti reynst mér vel á morgun,“ sagði Kate full af þakklæti. „Klárlega,“ bætti Matthías við. Afhending sleggjunnar fór fram baksviðs í Expo Tel Aviv höllinni augnablikum áður en Hatari steig á svið og flutti Hatrið mun sigra fyrir fullum sal af fólki og dómnefndum í þátttökulöndunum. Líklegt má telja að heiðurssleggjan sé ekki afhent til eignar heldur sé um táknræna afhendingu að ræða. Sleggjan er þó ekki sú sama og sú sem Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp með meiru, notar í atriði íslensku sveitarinnar. Ekki var annað að sjá á Kate en hún tæki viðurkenningunni vel. Hún stillti sér upp á mynd með drengjunum en sú ástralska er 25. á svið í kvöld eða næstsíðust. Ólíklegt má telja að Kate noti sleggjuna í atriði sínu sem reynir mikið á jafnvægi þar sem hún svífur um að því virðist í lausu lofti með hjálp langrar stangar sem sést þó ekki í sjónvarpsútsendingunni. Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri fái afhenta heiðurssleggju Hatara áður en Eurovision-ævintýrinu lýkur. Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Kate Miller-Heidke, sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision þetta árið, er fyrsti handhafi heiðurssleggju Hatara. „Við höfum fylgst með verkum þínum, hugrekki og vilja gegn kapítalismanum í gegnum alla keppnina. Sem þakklætisvott viljum við veita þér fyrstu heiðurssleggju Hatara. Vinsamlegast notaðu hana til að tortíma andstæðingum þínum á friðsamlegan hátt,“ sagði Matthías sem tók sér stöðu ofan á litlu borði á meðan Klemens hneygði sig og afhenti sleggjuna. „Kærar þakkir. Þessi viðurkenning hefur mikla þýðingu fyrir mig. Mig hefur alltaf langað í eina svona. Ég held að sleggjan gæti reynst mér vel á morgun,“ sagði Kate full af þakklæti. „Klárlega,“ bætti Matthías við. Afhending sleggjunnar fór fram baksviðs í Expo Tel Aviv höllinni augnablikum áður en Hatari steig á svið og flutti Hatrið mun sigra fyrir fullum sal af fólki og dómnefndum í þátttökulöndunum. Líklegt má telja að heiðurssleggjan sé ekki afhent til eignar heldur sé um táknræna afhendingu að ræða. Sleggjan er þó ekki sú sama og sú sem Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp með meiru, notar í atriði íslensku sveitarinnar. Ekki var annað að sjá á Kate en hún tæki viðurkenningunni vel. Hún stillti sér upp á mynd með drengjunum en sú ástralska er 25. á svið í kvöld eða næstsíðust. Ólíklegt má telja að Kate noti sleggjuna í atriði sínu sem reynir mikið á jafnvægi þar sem hún svífur um að því virðist í lausu lofti með hjálp langrar stangar sem sést þó ekki í sjónvarpsútsendingunni. Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri fái afhenta heiðurssleggju Hatara áður en Eurovision-ævintýrinu lýkur.
Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið