ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 18:45 Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira