Bændur grófu farþega með skóflum undan rútunni Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 17. maí 2019 15:46 Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Bændur í Öræfum gripu til þess að grafa farþega rútunnar sem valt í Öræfum í gær undan rútunni. Þeir þurftu að nota við það handafl; skóflur og það sem til staðar var. Fréttastofan ræddi við Gunnar Sigurjónsson bónda á Litla-Hofi í Öræfum, en hann er jafnframt formaður björgunarsveitarinnar Kára. Gunnar var með fyrstu mönnum á vettvang slyssins en hann býr þar steinsnar frá, aðeins í um tveggja kílómetra fjarlægt frá slysstað. Hér neðar má sjá viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis átti við Gunnar í heild sinni.Gunnar Sigurjónsson segir aðkomuna hafa verið skelfilega og mikil ringulreið ríkti eðli máls samkvæmt á slysstað: Margir misilla slasaðir farþegar. En, eins og fram hefur komið var um að ræða ferðamenn frá Kína en bílsstjóri rútunnar er af pólsku bergi brotinn. Gunnar, ásamt öðrum bændum, komu á vettvang á þremur dráttarvélum. En ekki kom til þess að hægt væri að beita þeim sökum aðstæðna og þyngdar rútunnar.Hér getur að líta aðstæður inni í rútunni eftir slysið.visir/jóhann kÞeir þurftu því að grípa til handaflsins til að losa tvo farþeganna sem voru fastir undir gluggapóstum rútunnar. En, þeir höfðu áður dregist eftir malbikinu, inni í rútunni eftir að rúður brotnuðu. Og lentu svo undir gluggapóstunum. Ferðamennirnir höfðu rétt fyrir slysið stoppað í Freysnesi til áningar en voru á leið til að skoða náttúruperluna að Jökulsárlóni. Ferðin sú endaði með þessum skelfingum öllum. Gunnar segir heimamenn á svæðinu lengi hafa haft áhyggjur af þeirri þróun sem er að verða, vegna bágborinna aðstæðna á vegum svæðisins, en þrjú alvarleg umferðarslys hafa orðið á um hundrað kílómetra kafla á þessum slóðum síðustu 17 mánuði.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent