Að leyfa sér að líða Arnar Sveinn Geirsson skrifar 17. maí 2019 10:00 Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær voru 16 ár síðan mamma dó eftir baráttu við krabbamein í annað sinn. Þessi dagur vekur upp mjög blendnar tilfinningar, alveg eins og afmælisdagurinn hennar, jólin, stórir dagar í mínu lífi og fleiri dagar þar sem fjölskylda og vinir eru manni efst í huga. En það sem var öðruvísi við 16. maí 2019 samanborið við 16. maí 15 ár þar á undan var að hann var ekki óbærilegur. Hann setti mig ekki úr jafnvægi og ég gerði ekki allt sem í mínu valdi stóð til þess að gleyma því hvaða dagur væri. Ég fór ekki niður á botninn. Þegar mamma dó var ég ekki bara að missa mömmu, heldur var ég líka að missa minn besta vin. Við bjuggum mikið erlendis og þar af leiðandi vorum við mamma meira saman en kannski gengur og gerist. Þess vegna reyndist áfallið kannski þeim mun þyngra. Tíminn leið og ég hafði tekið ákvörðun um það að ég ætlaði að vera sterkur, jákvæður og glaður sama á hverju gengi. Þegar að þessir erfiðu dagar komu að þá fór ég enn ýktar út í gleðina og jákvæðnina. Ég ætlaði sannarlega ekki að hleypa hræðilegum tilfinningum eins og sorginni og söknuðinum að. Og ég gerði það ekki, þær fengu ekki að komast að. En hægt og rólega fór það að eiga við um allar aðrar tilfinningar líka. Ég útilokaði ekki bara þessar vondu og hræðilegu tilfinningar heldur lokaði ég líka á gleðina og hamingjuna. Þetta gerði ég í tæp 15 ár. Þar til að ég lenti á vegg í byrjun árs 2018 sem ég gat ekki brotið niður. Í samfélaginu sem við lifum í dag er komin sú pressa að við séum alltaf hamingjusöm. Við megum ekki leyfa okkur að finna til. Þegar þessar erfiðu tilfinningar koma, eins og söknuður og sorg, að þá á maður um leið að bregðast við því. Það er heill iðnaður þarna úti sem segir okkur að við verðum að bregðast við því. Hamingjuiðnaður. Við eigum að ná í eitthvað app sem síðan segir okkur að hugleiða í tíu mínútur, kaupa bók sem á að leysa allar lífsins ráðgátur, eða bregðast allavega við á einhvern hátt þannig þessar tilfinningar komist nú ekki upp með það að koma í heimsókn. Nú er ég ekki að segja að hugleiðsla sé slæm, eða sjálfshjálparbækur, eða markþjálfar, eða hvað sem það er. Þvert á móti gerir það eflaust öllum gott að hugleiða og lesa góða bók og hlusta á aðra og fá þannig önnur sjónarhorn og aðra vinkla á lífið. En iðnaðurinn gengur ekki út á það og pressan í samfélaginu gengur ekki út á það. Þetta er farið að ganga út á það að við megum ekki fara þangað. Við megum ekki verða leið eða sorgmædd. Það er enginn tími fyrir það. Eins og fyrr sagði forðaðist ég allt þetta erfiða sem kom upp. Ég forðaðist þessar erfiðu tilfinningar. Ég leyfði mér ekki að sakna mömmu og ég leyfði mér ekki að vera sorgmæddur. En það eina sem það gerði var að það ýtti gleðinni líka í burtu, það ýtti raunverulegu hamingjunni í burtu. Allt í einu var ég farinn að gleyma mömmu, lyktinni af henni, röddinni hennar, hvernig hún hló. Allt í einu gat ég ekki lokað augunum og séð hana fyrir mér. Það er einfaldlega þannig að maður getur ekki bara valið sér það góða og ætla að sleppa því erfiða. Fyrir mér er þetta eins og alda sem kemur yfir, en aldan hún hverfur síðan og fer. Það gerist nákvæmlega það sama með þessar tilfinningar, þær koma og við þurfum bara að vita og vera viss um það þær fara á endanum. Við þurfum að taka á móti þeim og vera tilbúin að vinna með þær. Þær eru partur af því sem við erum og partur af lífinu okkar. Þegar ég gat loksins sleppt tökunum á því að ætla alltaf að vera glaður og jákvæður og leyfði mér vera leiður eða mega sakna að þá fóru dagarnir að verða auðveldari. Ég leyfði því að koma sem kom. Ég tók á móti öldunni, viss um það að hún myndi ekki vera yfir mér að eilífu. Fyrir vikið eru skiptin sem aldan kemur yfir orðin auðveldari og aldan fer hraðar yfir. Í gær þá leyfði ég mér að sakna mömmu og ég sakna hennar alveg ofboðslega. Mig langar svo að þekkja hana sem fullorðinn maður. Mig langar svo að sýna henni allt það sem ég er að gera. Mig langar svo að knúsa hana. Ég leyfði þessu öllu að koma og fara í gegnum huga minn. Gærdagurinn var erfiður, en hann var ekki óbærilegur. Í dag hugsa ég til gærdagsins og þykir vænt um hann. Af því að í miðjum söknuðinum sem oft getur verið alveg ofboðslega erfiður að þá tengist ég mömmu hvað mest. Þá finn ég hvað mest fyrir henni. Þá sé ég hana svo skýrt. Af því að ég leyfði mér að líða eins og mér leið að þá var 16. maí 2019 yndislegur dagur. Hann veitti mér raunverulega gleði og raunverulega hamingju. Leyfum okkur að líða, hvernig sem er.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun