Eitt leyfisbréf: Vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara Jakob Bragi Hannesson skrifar 17. maí 2019 09:07 Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur um menntun kennara og eitt leyfisbréf til allra kennara liggur fyrir sem frumvarp til laga á Alþingi og stendur til að afgreiða það á vordögum. Mikil andstaða er meðal framhaldsskólakennara um frumvarpið. Í frumvarpinu er vegið að fagmenntun framhaldsskólakennara og lögverndun starfsins með því að draga úr kröfum til fagþekkingar. Alla jafna hafa framhaldsskólakennarar verið með að lágmarki 120 einingar í sérgrein og auk þess 60 einingar í kennslu-og uppeldisfræði. Þetta jafngildir B.A. prófi. Flestir framhaldsskólakennarar eru þó með M.A. próf í faggrein. Nú skýtur hins vegar skökku við í nýju frumvarpi menntamálaráðherra-, að dregið er úr kröfum um fagþekkingu kennara til kennslu á lægsta þrepi framhaldsskólans. Fram til þessa hefur lágmarkskrafan verið sú að kennari í framhaldsskóla sé með 120 einingar í faggrein, en samkvæmt nýju frumvarpi lækka kröfurnar niður í 90 einingar í faggrein. Góð fagþekking er undirstaða góðrar kennslu. Mikil óvirðing er fólgin í því að halda því fram að minni fagþekkingu þurfi til að kenna nemendum á lægstu þrepum framhaldsskólans. Fyrsta þreps nemendur þurfa ekki síst á vel menntuðum og sérhæfðum starfskröftum á að halda. Við Íslendingar höfum nýverið farið í þá umdeildu kerfisbreytingu að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú. Reynslan af þeirri kerfisbreytingu er ekki að fullu komin fram en þó má greina mikið álag á nemendur og minna námsframboð og minni sveigjanleika í skólastarfi. Við styttingu framhaldsskólans í þrjú ár, þar sem samþjöppun námsefnis hefur orðið mikil er ennþá meiri þörf á vel menntuðum kennurum og mikilli fagþekkingu. Ég skora á Alþingismenn að fella þetta frumvarp. Það er ekkert í þessu frumvarpi sem er til hagsbóta fyrir íslenskt menntakerfi. Þvert á móti er verið að draga úr kröfum til fagþekkingar. Það að dregið sé úr kröfum til fagþekkingar til kennslu í framhaldsskólum er einstakt meðal þeirra samanburðarlanda sem við helst viljum bera okkur saman við. Höfundur er framhaldsskólakennari og hefur víðtæka kennslureynslu á háskólastigi, framhaldsskólastigi og grunnskólastigi.Jakob Bragi Hannesson
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun