Bæjarstarfsmenn fá gjafabréf fyrir aðhald Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. maí 2019 06:15 Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru verðlaunaðir með gjafabréfi vegna góðrar afkomu bæjarins og aðhalds sem sýnt var í fjármálum. Fréttablaðið/Ernir Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“ Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira
Stjórnsýsla „Við vorum einróma um það í bæjarráði að umbuna starfsmönnum fyrir að fara vel með fé og standa sig vel. Það er nauðsynlegt að gera það alveg eins og þegar illa gengur og verið er að skammast,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Þar sem afkoma bæjarins var góð í fyrra og forstöðumenn stofnana bæjarins gerðu almennt vel í því að halda fjárhagsáætlun fyrir árið samþykkti bæjarráð á fundi sínum í vikunni að leysa 240 starfsmenn bæjarins út með gjafabréfi að fjárhæð 10 þúsund krónur. Stjórnendur bæjarins sjá kostnaðinn, 2,4 milljónir, fyrst og fremst sem táknrænan og framtakið muni einungis hafa jákvæð áhrif í för með sér.Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Hjálmar, sem er á öðru kjörtímabili sínu í bæjarpólitíkinni, segir þetta vera í fyrsta skipti í hans tíð sem þetta er gert og hann kannist ekki við að þetta sé gert annars staðar. „Við erum að vona að þetta hvetji fólk til dáða að halda slíku áfram. Þetta er frekar táknrænt, þetta er ekki það stór upphæð, en er viðurkenning á góðu starfi.“ Undir þetta tekur Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, sem telur þetta fallega hugsað og vel útfært hjá bæjaryfirvöldum. „Þau í bæjarráði vildu meta það við starfsmenn hversu vel tókst til með að standast fjárhagsáætlun bæjarins og það er mikið í húfi fyrir bæinn og alla að vel sé að því staðið. Þetta er hógvær þakklætisvottur í formi vöruúttektar sem bæjaryfirvöld eru að sýna sínum starfsmönnum,“ segir Fannar og bætir við: „Þetta hefur sáralítil áhrif á fjárhag bæjarins því þetta er innan við einn þúsundasti af útgjöldum hans. Þetta er því táknræn aðgerð auk þess sem gjöfin er í formi úttektar hjá fyrirtækjum hérna í Grindavík þannig að þetta stuðlar líka að verslun.“
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Stjórnsýsla Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira