Gaddar og ólar í stað glimmers Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 17. maí 2019 07:45 Gera má ráð fyrir að margir klæðist Hatarabúningum annað kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. Valgerður Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Partíbúðinni, segir að það sé rosaleg stemning fyrir Eurovision þetta árið. Hún segir að það sé mikil sala bæði í partívörum og Hatarabúningum. „Í staðinn fyrir að þetta sé eins og vanalega, glimmer og íslenski fáninn, þá er fólk líka að kaupa gadda, keðjur, svartar blöðrur og jafnvel svartan borðbúnað. Það eru allir „all in“. Það er til dæmis einn hérna núna að kaupa sér sleipa leðurhanska, risakeðjur og nethanska. Það er stóraukin eftirspurn eftir vörum af þessu tagi,“ segir Valgerður og bætir við að vörur hafi verið pantaðar sérstaklega inn í verslunina með Hatara í huga. Emilía Kristín Bjarnason, starfsmaður Adams og Evu, segir einnig vera aukna eftirspurn eftir fatnaði í stíl Hatara. Hún segir einnig að ráðstafanir hafi verðið gerðar til þess að eiga nóg fyrir alla. „Við byrjuðum að spá í þetta um leið og Hatari vann undankeppnina og tókum extra mikið inn af BDSM-vörum núna, sérstaklega fyrir stráka. Við seljum bönd, beisli og því um líkt allt árið en óvenju mikið núna.“ Emilía og Valgerður spá Hatara báðar góðu gengi í keppninni. Valgerður spáir fimmta sæti og Emilía spáir Hatara einu af fjórum efstu sætunum. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. Valgerður Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Partíbúðinni, segir að það sé rosaleg stemning fyrir Eurovision þetta árið. Hún segir að það sé mikil sala bæði í partívörum og Hatarabúningum. „Í staðinn fyrir að þetta sé eins og vanalega, glimmer og íslenski fáninn, þá er fólk líka að kaupa gadda, keðjur, svartar blöðrur og jafnvel svartan borðbúnað. Það eru allir „all in“. Það er til dæmis einn hérna núna að kaupa sér sleipa leðurhanska, risakeðjur og nethanska. Það er stóraukin eftirspurn eftir vörum af þessu tagi,“ segir Valgerður og bætir við að vörur hafi verið pantaðar sérstaklega inn í verslunina með Hatara í huga. Emilía Kristín Bjarnason, starfsmaður Adams og Evu, segir einnig vera aukna eftirspurn eftir fatnaði í stíl Hatara. Hún segir einnig að ráðstafanir hafi verðið gerðar til þess að eiga nóg fyrir alla. „Við byrjuðum að spá í þetta um leið og Hatari vann undankeppnina og tókum extra mikið inn af BDSM-vörum núna, sérstaklega fyrir stráka. Við seljum bönd, beisli og því um líkt allt árið en óvenju mikið núna.“ Emilía og Valgerður spá Hatara báðar góðu gengi í keppninni. Valgerður spáir fimmta sæti og Emilía spáir Hatara einu af fjórum efstu sætunum.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira