Landráðamaður, þjóðernissinni eða hálfviti? Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 16. maí 2019 08:00 Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Af umræðunni að dæma er ég sennilega aðallega það síðastnefnda og líka fyrir að blanda mér í umræðuna um þriðja orkupakkann. Fyrir nokkrum áratugum (á síðustu öld) sem nýútskrifaður hagfræðingur og líffræðingur í vinnu fyrir ríkið fannst mér alveg eitursnjallt að skoða sæstreng til raforkuútflutnings. Algerlega á eigin vegum fór ég að skoða hverjir væru fremstir í framleiðslu neðansjávarrafkapla og byrjaði að setja mig í samband við þá. Hugsanlega væri líka kostur að byggja upp iðnað í slíkri framleiðslu hér á landi, byggja upp iðnað sem notar mikið fjármagn og mikla þekkingu og fáa en vel menntaða starfsmenn. Hvað gæti passað okkur betur? Þetta er nokkuð augljóst og án nánari kostnaðargreiningar að Íslendingar gætu selt raforku á markaðsverði (Evrópu) með miklum hagnaði um leið og tækni leyfði. Eins og hagfræðingi sæmir er markaðsverð markmið og slík afgreiðsla mála hagstæð fyrir „heildina“. Í þessari hugsun væri líka hægt að nota millifærslur (stöðluð hagfræðilausn) svo Íslendingar lentu ekki í að borga hærra verð, evrópska markaðsverðið fyrir hreina orku. Gæti orðið nokkuð stór biti í bókhaldi íslenskra heimila. Svona til að fyrirbyggja misskilning þá hef ég unnið fyrir ESB, tekið þátt í verkefnum á vegum ESB, fengið styrki frá ESB til að fylgja eftir eigin nýsköpun og líkað mjög vel. Það er líka enn þá hagfræðilega áhugavert að tengja raforkukerfi Íslands og meginlandsins. En er það endir málsins. Nei! Mér er núna ljóst að það er ekki hagfræði kennslubóka sem við ættum að láta ráða ferðinni. Jú, ef sæstrengur er orðin hagkvæmur og algerlega á okkar forsendum, þá stendur mín fyrsta hugsun. Þá var ég reyndar sem líffræðingur svolítið undrandi á að fólk virtist ekki skilja, þegar ég ræddi málið, að lítill bæjarlækur hefur hugsanlega sérstakt lífríki og vildi og vil frekar stórar virkjanir (betur rannsakaðar). Það er ljóst að virkjun á sérhverjum straumi kallar á erfiðar ákvarðanir og því stofnuðu stjórnvöld í BNA t.d. nefnd sem var kölluð „The God Committee“ sem samkvæmt nafninu gat leyft virkjanir á kostnað náttúru. Við viljum ólíklega þá stöðu? Í dag hef ég þrátt fyrir fyrri hugmyndir og hagfræðimenntun snúist gegn „einfaldri“ tengingu við sameiginlegan ESB-markað, þ.e. undir þeim tilskipunum sem núna eru til umræðu og regluverki, nema að það sé algerlega á okkar forsendum. Hvers vegna? Tenging á öðrum forsendum en okkar einvörðungu gæti leitt til þess að við verðum á endanum með afar takmarkaða stjórn, þar sem við verðum kanínan í því sem á ensku er kallað kanínu- og hrossakássa. Uppskriftin er ein kanína og eitt hross. Mér geðjast engan veginn að þeirri matseld.Aðalsteinn Júlíus Magnússon fjármálahagfræðingur og náttúrufræðingur
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar