Ætla þingmenn að breyta tilskipun ESB fyrir Símann? Heiðar Guðjónsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. Allt er gott um það mál að segja því innleiðing á tilskipun ESB mun minnka sóun og auka hraða í uppbyggingu fjarskiptakerfa. Hins vegar hefur Síminn komið með breytingartillögu við málið sem þingmenn þurfa núna að taka afstöðu til. Allir sem sent hafa inn umsagnir um tilskipun ESB eru á einu máli, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið, Reykjavíkurborg og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Allir nema Síminn. Síminn vill láta breyta tilskipun ESB, sem getur skapað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu, þannig að fyrirtækið hafi aðgang að kerfum Gagnaveitu Reykjavíkur þegar það kýs. Efnislega væri með þessu verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Þetta er í beinni andstöðu við allt það sem markaðsaðilar segja, eftirlitsaðilar og þeir sem sérfróðir eru á markaði. Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði? Svarið kemur í ljós á næstu dögum þegar málið verður afgreitt úr nefndinni, annaðhvort eftir forskrift ESB og allra aðila sem láta sig málið varða eða eftir hentugleika eins fyrirtækis, Símans. Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Heiðar Guðjónsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að innleiða tilskipun ESB um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“. Allt er gott um það mál að segja því innleiðing á tilskipun ESB mun minnka sóun og auka hraða í uppbyggingu fjarskiptakerfa. Hins vegar hefur Síminn komið með breytingartillögu við málið sem þingmenn þurfa núna að taka afstöðu til. Allir sem sent hafa inn umsagnir um tilskipun ESB eru á einu máli, Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið, Reykjavíkurborg og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Allir nema Síminn. Síminn vill láta breyta tilskipun ESB, sem getur skapað íslenska ríkinu skaðabótaskyldu, þannig að fyrirtækið hafi aðgang að kerfum Gagnaveitu Reykjavíkur þegar það kýs. Efnislega væri með þessu verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur. Þetta er í beinni andstöðu við allt það sem markaðsaðilar segja, eftirlitsaðilar og þeir sem sérfróðir eru á markaði. Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði? Svarið kemur í ljós á næstu dögum þegar málið verður afgreitt úr nefndinni, annaðhvort eftir forskrift ESB og allra aðila sem láta sig málið varða eða eftir hentugleika eins fyrirtækis, Símans. Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar