Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2019 20:00 Þó að dystópían í skáldsögunni Saga þernunnar eftir Margaret Atwood sé fjarlæg minnir löggjöfin í Alabama skuggalega á þann óþægilega sagnaheim. AP/Mickey Welsh „Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar. Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
„Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10