Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2019 20:00 Þó að dystópían í skáldsögunni Saga þernunnar eftir Margaret Atwood sé fjarlæg minnir löggjöfin í Alabama skuggalega á þann óþægilega sagnaheim. AP/Mickey Welsh „Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar. Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
„Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10