Bandaríkjastjórn vildi ekki taka þátt í átaki gegn öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 18:09 Bandaríkjastjórn Trump forseta treysti sér ekki til að styðja alþjóðlegt átak gegn öfgahyggju á netinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira