Kófsveittur í keppnishöllinni eftir að hafa farið á rangan flugvöll í London Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 15. maí 2019 14:30 Viktor beið eftir Andrean við Dan Panorama-hótelið í nótt. „Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu,“ segir Viktor Stefánsson, kærasti Andreans Sigurgeirssonar, sem dansar á sviðinu með Hatara í Eurovision. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og einnig vakti Andrean sérstaka athygli á appelsínugula dreglinum á sunnudagskvöldið. Andrean starfar sem dansari hjá Íslenska dansflokknum og hefur verið mikið að gera hjá honum síðustu tvo mánuði, bæði hjá dansflokknum og með Hatara. Viktor er búsettur í London þar sem hann er í námi og ætti í raun að vera læra undir lokapróf núna.Rétt náði „Ég mætti á Gatwick-flugvöll þegar ég átti að vera á flugvellinum í Luton sem var ekki frábært. Ég náði síðasta fluginu og kom mér þangað. Það var eins og hálfs tíma seinkun á því flugi og það reddaði mér. Ég átti að lenda klukkan 8 um kvöldið en lenti klukkan korter í níu sýningin byrjarði klukkan tíu,“ segir Viktor sem átti þarna eftir að fara í gegnum vegabréfseftirlitið.Þegar Viktor tók á móti sínum manni í gær.„Þetta endaði með því að ég náði, með hjálp fimm aðila úr Hatara, að koma mér inn í höllina og ég settist í sætið mitt þegar að fyrsta lagið hófst. Ég náði allri sýningunni en var alveg kófsveittur,“ segir Viktor. Andrean var sjálfur í stresskasti áður en hann fór á sviðið vegna óvissunnar hvort Viktor myndi ná í tæka tíð. „Ég vildi ekki valda honum vonbrigðum að hafa misst af kvöldinu. Þetta snerist um að ég kom mér alla þessa leið til þess að sjá manninn minn upp á sviði og ég missi af því út af því að ég fór á vitlausan flugvöll. En það reddaðist allt á endanum og varð í rauninni bara betra. Ég var klæddur eins og ég væri á útihátíð, í íþróttafötum, og allir svaka fínir í kringum mig. Ég var bara í Adidas gallanum mínum og mér fannst þetta bara frábært. Ég er að springa úr stolti og þetta atriði er ógeðslega flott,“ segir Viktor á sundlaugabakkanum við Dan Panorama hótelið í Tel Aviv. Hann ætlaði í framhaldinu að taka sér smá pásu til að sóla sig áður en hann ætlaði að glugga örlítið í bækurnar vegna lokaprófsins framundan. Eurovision Tengdar fréttir Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Sjá meira
„Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu,“ segir Viktor Stefánsson, kærasti Andreans Sigurgeirssonar, sem dansar á sviðinu með Hatara í Eurovision. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og einnig vakti Andrean sérstaka athygli á appelsínugula dreglinum á sunnudagskvöldið. Andrean starfar sem dansari hjá Íslenska dansflokknum og hefur verið mikið að gera hjá honum síðustu tvo mánuði, bæði hjá dansflokknum og með Hatara. Viktor er búsettur í London þar sem hann er í námi og ætti í raun að vera læra undir lokapróf núna.Rétt náði „Ég mætti á Gatwick-flugvöll þegar ég átti að vera á flugvellinum í Luton sem var ekki frábært. Ég náði síðasta fluginu og kom mér þangað. Það var eins og hálfs tíma seinkun á því flugi og það reddaði mér. Ég átti að lenda klukkan 8 um kvöldið en lenti klukkan korter í níu sýningin byrjarði klukkan tíu,“ segir Viktor sem átti þarna eftir að fara í gegnum vegabréfseftirlitið.Þegar Viktor tók á móti sínum manni í gær.„Þetta endaði með því að ég náði, með hjálp fimm aðila úr Hatara, að koma mér inn í höllina og ég settist í sætið mitt þegar að fyrsta lagið hófst. Ég náði allri sýningunni en var alveg kófsveittur,“ segir Viktor. Andrean var sjálfur í stresskasti áður en hann fór á sviðið vegna óvissunnar hvort Viktor myndi ná í tæka tíð. „Ég vildi ekki valda honum vonbrigðum að hafa misst af kvöldinu. Þetta snerist um að ég kom mér alla þessa leið til þess að sjá manninn minn upp á sviði og ég missi af því út af því að ég fór á vitlausan flugvöll. En það reddaðist allt á endanum og varð í rauninni bara betra. Ég var klæddur eins og ég væri á útihátíð, í íþróttafötum, og allir svaka fínir í kringum mig. Ég var bara í Adidas gallanum mínum og mér fannst þetta bara frábært. Ég er að springa úr stolti og þetta atriði er ógeðslega flott,“ segir Viktor á sundlaugabakkanum við Dan Panorama hótelið í Tel Aviv. Hann ætlaði í framhaldinu að taka sér smá pásu til að sóla sig áður en hann ætlaði að glugga örlítið í bækurnar vegna lokaprófsins framundan.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45 Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fleiri fréttir Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Sjá meira
Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17
Kossar, faðmlög og fagnaðarlæti þegar Hatari mætti í sigurvímu á hótelið Það var vel tekið á móti Hatara-hópnum þegar hann mætti heim á Dan Panorama hótelið rétt eftir klukkan tvö eftir miðnætti í gær. 15. maí 2019 09:45
Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. 15. maí 2019 09:00
Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03