Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 12:03 Conan Osiris, fulltrúi Portúgal, komst ekki áfram í gær. Ætli hann hafi verið í 11. sæti? Getty/Guy Prives Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. Hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að aðeins tvö stig hafi skilið að atriðið sem hafnaði í 10. sæti í gær, og var þannig síðasta atriðið til að komast áfram á úrslitakvöldið á laugardag, og það lag sem hafnaði í 11. sæti og um leið komst ekki áfram. Rétt er að taka fram að ekki er um tvö atkvæði að ræða, heldur tvö stig, sem lögin fá frá áhorfendum og dómnefndum landanna. Þar að auki greinir Jon Ola frá því að nokkur samhljómur hafi verið með atkvæðum dómnefnda og áhorfenda. Af þeim 10 lögum sem komust áfram í gær voru áhorfendur og dómarar sammála um 8 þeirra.I can now reveal that the score difference between #10 and #11 in last night's first Semi-Final was just 2 points. Out of the 10 qualifiers, juries and televoters agreed about 8 out of 10. Your vote matters! #Eurovision #DareToDream— Jon Ola Sand (@jonolasand) May 15, 2019 Jon Ola greinir þó ekki frá því um hvaða lög ræðir eða hvernig atkvæðin dreifðust í gær. Ætla má að nákvæm úrslit verði ekki birt fyrr en að úrslitakvöldinu loknu, til að varna því að upplýsingarnar hafi áhrif á atkvæðagreiðsluna.Sjá einnig: Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Sem fyrr segir komust 10 lög áfram í gær og munu þau keppa til úrslita á laugardag. Hatari mun stíga á svið á síðari hluta úrslitakvöldsins, sem þykir vænlegt til árangurs. Sjö af síðustu tíu sigurlögum hafa þannig verið flutt í síðari hlutanum. Þjóðirnir sem eru komnar í úrslit eru eftirfarandi, en 10 þjóðir bætast við á morgun: Grikkland Hvíta-Rússland Serbía Kýpur Eistland Tékkland Ástralía Ísland San Marínó Slóvenía Spánn Ítalía Ísrael Frakkland Bretland Þýskaland Eurovision Tengdar fréttir Hatarar rukkaðir um mótmæli vegna hernámsins Eurovision-gleðin hömlulaus en undir niðri krauma efasemdir. 15. maí 2019 10:49 Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Það er óhætt að segja að Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson hafi sparað stóru orðin í viðtali við Vísi í norræna partýinu í gær. 12. maí 2019 15:15 Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð. 14. maí 2019 23:06 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. Hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni í dag að aðeins tvö stig hafi skilið að atriðið sem hafnaði í 10. sæti í gær, og var þannig síðasta atriðið til að komast áfram á úrslitakvöldið á laugardag, og það lag sem hafnaði í 11. sæti og um leið komst ekki áfram. Rétt er að taka fram að ekki er um tvö atkvæði að ræða, heldur tvö stig, sem lögin fá frá áhorfendum og dómnefndum landanna. Þar að auki greinir Jon Ola frá því að nokkur samhljómur hafi verið með atkvæðum dómnefnda og áhorfenda. Af þeim 10 lögum sem komust áfram í gær voru áhorfendur og dómarar sammála um 8 þeirra.I can now reveal that the score difference between #10 and #11 in last night's first Semi-Final was just 2 points. Out of the 10 qualifiers, juries and televoters agreed about 8 out of 10. Your vote matters! #Eurovision #DareToDream— Jon Ola Sand (@jonolasand) May 15, 2019 Jon Ola greinir þó ekki frá því um hvaða lög ræðir eða hvernig atkvæðin dreifðust í gær. Ætla má að nákvæm úrslit verði ekki birt fyrr en að úrslitakvöldinu loknu, til að varna því að upplýsingarnar hafi áhrif á atkvæðagreiðsluna.Sjá einnig: Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Sem fyrr segir komust 10 lög áfram í gær og munu þau keppa til úrslita á laugardag. Hatari mun stíga á svið á síðari hluta úrslitakvöldsins, sem þykir vænlegt til árangurs. Sjö af síðustu tíu sigurlögum hafa þannig verið flutt í síðari hlutanum. Þjóðirnir sem eru komnar í úrslit eru eftirfarandi, en 10 þjóðir bætast við á morgun: Grikkland Hvíta-Rússland Serbía Kýpur Eistland Tékkland Ástralía Ísland San Marínó Slóvenía Spánn Ítalía Ísrael Frakkland Bretland Þýskaland
Eurovision Tengdar fréttir Hatarar rukkaðir um mótmæli vegna hernámsins Eurovision-gleðin hömlulaus en undir niðri krauma efasemdir. 15. maí 2019 10:49 Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17 Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Það er óhætt að segja að Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson hafi sparað stóru orðin í viðtali við Vísi í norræna partýinu í gær. 12. maí 2019 15:15 Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð. 14. maí 2019 23:06 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Hatarar rukkaðir um mótmæli vegna hernámsins Eurovision-gleðin hömlulaus en undir niðri krauma efasemdir. 15. maí 2019 10:49
Hatari skríður áfram upp listann Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár. 15. maí 2019 08:17
Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand Það er óhætt að segja að Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson hafi sparað stóru orðin í viðtali við Vísi í norræna partýinu í gær. 12. maí 2019 15:15
Ísland verður í seinni hlutanum á laugardag Ísland verður í seinni hluta úrslitakvölds Eurovision næstkomandi laugardag. Þetta kom í ljós við upphaf blaðamannafundar sem haldin var eftir að úrslit fyrsta undanriðils Eurovision 2019 voru kunngjörð. 14. maí 2019 23:06