Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2019 11:59 Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. AP/Richard Drew Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter. Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter.
Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira