Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 15. maí 2019 07:45 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða. fréttablaðið/Daníel Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira