Eiga lífeyrisþegar að fela peninga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun