Blekking Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. maí 2019 08:00 Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar