Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 23:17 Frá borginni Arkhangelsk í norðanverðu Rússlandi þar sem hitinn hefur verið meira en tvöfalt hærri en hann fer venjulega mest í á þessum árstíma. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39