Lífið

Klemens þakkar McDonalds og Deutsche Bank stuðninginn við að knésetja kapítalismann

Andri Eysteinsson skrifar
Klemens Hannigan sat fyrir svörum í kvöld.
Klemens Hannigan sat fyrir svörum í kvöld. Skjáskot/ESC YouTube
Klemens Hannigan, söngvari Hatara þakkaði stórfyrirtækjunum Deutsche Bank, McDonalds og Dominos fyrir stuðning sinn við vegferð Hatara að því að knésetja kapítalismans, vegferð sem gengi samkvæmt áætlun.

„Við erum þakklátir fyrir þetta tækifæri og það er auðsjáanlegt að við erum komnir skrefi nær því að knésetja kapítalismann, allt gengur samkvæmt áætlun,“ sagði Klemens Hannigan, söngvari Hatara á blaðamannafundi eftir að Hatari komst upp úr fyrri undanriðli Eurovision í Tel Aviv í kvöld.

Klemens þakkaði öllum fyrir, „við viljum þakka heiminum öllum, Evrópu, öllum fjölskyldunum, frændum, frændsystkinum, frænkum, börnum, barnabörnum, ömmum og öfum, foreldrum og öllum fyrirtækjum sem studdu okkur. McDonalds, Deutsche Bank, Dominos, þau eru svo mörg. Allt gengur samkvæmt áætlun, sagði söngvarinn og uppskar hlátrasköll úr salnum.

Klemens var því næst spurður að því hvort einhverjar breytingar væru fyrirhugaðar á atriðinu fyrir úrslitin á laugardaginn. Klemens sagðist ekki geta gefið hreinskilið svar undir þeim kringumstæðum sem skapast hefðu, „Það er erfitt að svara þessari spurningu án þess að að vera of pólítískur, ég myndi vilja svara spurningunni hreinskilnislega en ég er hræddur að undir þessum kringumstæðum yrði svarið of umdeilt,“ sagði Klemens.

Sjá má blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.