Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 20:00 Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira
Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira