Dæmd í tíu ára fangelsi fyrir njósnir Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 21:59 Tehran borg. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Rouzbeh Fouladi Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran. Bretland Íran Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran.
Bretland Íran Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira