Hjólað um strandlengju borgarinnar í kvöld Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. maí 2019 10:00 Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, vonast eftir góðri þátttöku í hjólaleiðsögn um borgina. Fréttablaðið/GVA Þetta verður þá fyrsta kvöldið í sumar. Við leggjum af stað frá Hlemmi klukkan 18 og hjólum að Höfða og förum þaðan niður að sjó. Svo tökum við strandlengjuna að höfninni og alveg út á Granda og endum út við Þúfu,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni og einn skipuleggjendanna. Sesselja segir að þetta sé verkefni sem hafi verið að þroskast en Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, hefur leitt hjólaferðir á veturna á laugardögum í mörg ár. „Við vildum fá aðeins meira líf í þetta og fórum að leita að samstarfsaðilum. Okkur datt í hug að gera eitthvað á fullveldisafmælinu 1. desember,“ segir Sesselja. Hugmynd hafi kviknað um að skoða listaverkin í borginni og í kjölfarið var haft samband við Listasafn Reykjavíkur sem tók vel í hugmyndina. „Við hjóluðum um bæinn í nístingskulda með risastóran hóp, á okkar mælikvarða, og skoðuðum helstu þjóðfrelsishetjurnar.“ Önnur ferð var svo skipulögð á Barnamenningarhátíð í vetur þegar til stóð að hjóla um Breiðholtið. „Þá fengum við aftur skelfilegt veður og það varð lítið úr þessu. Nú er hins vegar góð spá og við vonumst eftir góðri mætingu. Þetta er hentugur tími því Hjólað í vinnuna var að hefjast og margir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síðan þessi fíni hjólastandur þar sem þú getur pumpað í dekkin og dyttað aðeins að hjólinu áður en lagt er af stað,“ segir Sesselja. Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá listasafninu, verður með í för og mun miðla af fróðleik sínum um listaverk borgarinnar. „Þetta er líka ein leið til að fatta hvað það er sumt sem hentar sérlega vel að gera á hjóli. Það er ekki hægt að gera þetta á bíl og tæki rosalega langan tíma gangandi.“ Hjólafærni er fræðasetur um samgönguhjólreiðar og en hugmyndin var fyrst kynnt á Íslandi árið 2007. „Við erum með mörg verkefni í gangi sem snúa að því að stuðla að og hvetja til aukinna samgönguhjólreiða. Við gefum líka út íslenska hjólreiðakortið og erum með vefsíðu tileinkaða almenningssamgöngum,“ segir Sesselja. Þegar blaðamaður ræddi við Sesselju var hún í óðaönn að standsetja vinnustofu þar sem hælisleitendum er boðið að koma og gera upp hjólin sín. Þar að auki stendur Hjólafærni fyrir verkefninu Hjólað óháð aldri þar sem komið er með farþegahjól fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum. „Svo vinnum við með hjólavottun vinnustaða en það er í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að gera betur og hvetja fólk til þess að velja annað en einkabílinn til að ferðast.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Þetta verður þá fyrsta kvöldið í sumar. Við leggjum af stað frá Hlemmi klukkan 18 og hjólum að Höfða og förum þaðan niður að sjó. Svo tökum við strandlengjuna að höfninni og alveg út á Granda og endum út við Þúfu,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni og einn skipuleggjendanna. Sesselja segir að þetta sé verkefni sem hafi verið að þroskast en Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, hefur leitt hjólaferðir á veturna á laugardögum í mörg ár. „Við vildum fá aðeins meira líf í þetta og fórum að leita að samstarfsaðilum. Okkur datt í hug að gera eitthvað á fullveldisafmælinu 1. desember,“ segir Sesselja. Hugmynd hafi kviknað um að skoða listaverkin í borginni og í kjölfarið var haft samband við Listasafn Reykjavíkur sem tók vel í hugmyndina. „Við hjóluðum um bæinn í nístingskulda með risastóran hóp, á okkar mælikvarða, og skoðuðum helstu þjóðfrelsishetjurnar.“ Önnur ferð var svo skipulögð á Barnamenningarhátíð í vetur þegar til stóð að hjóla um Breiðholtið. „Þá fengum við aftur skelfilegt veður og það varð lítið úr þessu. Nú er hins vegar góð spá og við vonumst eftir góðri mætingu. Þetta er hentugur tími því Hjólað í vinnuna var að hefjast og margir að koma sér af stað. Á Hlemmi er síðan þessi fíni hjólastandur þar sem þú getur pumpað í dekkin og dyttað aðeins að hjólinu áður en lagt er af stað,“ segir Sesselja. Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá listasafninu, verður með í för og mun miðla af fróðleik sínum um listaverk borgarinnar. „Þetta er líka ein leið til að fatta hvað það er sumt sem hentar sérlega vel að gera á hjóli. Það er ekki hægt að gera þetta á bíl og tæki rosalega langan tíma gangandi.“ Hjólafærni er fræðasetur um samgönguhjólreiðar og en hugmyndin var fyrst kynnt á Íslandi árið 2007. „Við erum með mörg verkefni í gangi sem snúa að því að stuðla að og hvetja til aukinna samgönguhjólreiða. Við gefum líka út íslenska hjólreiðakortið og erum með vefsíðu tileinkaða almenningssamgöngum,“ segir Sesselja. Þegar blaðamaður ræddi við Sesselju var hún í óðaönn að standsetja vinnustofu þar sem hælisleitendum er boðið að koma og gera upp hjólin sín. Þar að auki stendur Hjólafærni fyrir verkefninu Hjólað óháð aldri þar sem komið er með farþegahjól fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum. „Svo vinnum við með hjólavottun vinnustaða en það er í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að gera betur og hvetja fólk til þess að velja annað en einkabílinn til að ferðast.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira