Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 16:21 Alyssa Milano hvetur til kynlífsmótmæla. Getty/Michael Tran Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja. Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja.
Bandaríkin Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira