Aukið vægi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins Elías Jónatansson skrifar 12. maí 2019 08:56 Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun