Eldur kom upp í millilofti í Seljaskóla í nótt.
Mikið lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á staðinn og hófu þar slökkvistarf.
Um er að ræða annað skiptið á árinu sem eldur kemur upp i húsnæði Seljaskóla.
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir ekkert vitað um upptök eldsins enn sem komið er.
Eins og áður segir kom er þetta í annað skipti sem eldur kemur upp í Seljaskóla á árinu, eldur kom upp í þaki byggingarinnar í febrúar síðastliðnum.
Magnús segir ljóst að sá hluti skólabyggingarinnar sem kviknaði í sé gjörónýtur.
