Þakka hermönnunum sem fórust við að bjarga þeim úr helvíti Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2019 21:21 Laurent Lassimouillas til vinstri og Patrick Picque til hægri en á milli þeirra stendur suður kóreski ferðamaðurinn sem hefur ekki verið nafngreindur. Vísir/EPA Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi. Frakkland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi.
Frakkland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira