Sjálfstætt fólk Magnús Pálmi Skúlason skrifar 11. maí 2019 16:54 Í upphafi síðustu aldar ákvað vinnumaður einn að kaupa sér bæ upp á heiði. Endurskírði hann bæinn og hugðist flytja þangað fjölskyldu sína og hefja búskap. Ástæður hans gátu hafa verið margræðar en hans heitasta ósk var að verða sjálfstæður. Við ákvörðun sína hugði hann ekkert að því hvort heiðin væri búsældarleg og líkleg til að menn og skepnur þrifust þar vel. Þá hugði hann ekki að veðrabrigðum á heiðinni eða öðru sem nauðsynlegt er að gera áður en teknar eru ákvarðanir sem ekki aðeins höfðu áhrif á líf hans sjálfs heldur jafnframt líf annarra í fjölskyldu hans. Hann skyldi verða sjálfstæður. Við vitum öll hvernig sagan af Bjarti í Sumarhúsum endaði, þegar hann hrökklaðist niður af heiðinni í lok bókar. Nú um það bil einni öld síðar ásælist hópur, undir forystu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, völd í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Ástæður hópsins eru ekki að sjóðurinn sé illa rekinn, ávöxtun slæm, kostnaður hár eða þjónusta við sjóðfélaga sé léleg. Ástæðan virðist sú að sjóðurinn skuli vera sjálfstæður, til þess eins að vera sjálfstæður. Þegar ég lýsti þessu fyrir góðum vini mínum kvað hann við að áætlanir þessa hóps væru álíka gáfulegar og að vera á ferðalagi í sólskini og ákveða að leita uppi rigningu. Það sem alvarlegast er að mínum dómi er sú breyting sem framangreindur forsprakki hópsins hefur lagt til fyrir ársfund lífeyrissjóðsins. Sú tillaga, sem sett er fram í nafni frelsis og sjóðfélagalýðræðis, gengur út á það að taka valdið af sjóðfélögum um að ákveða rekstrarfyrirkomulag sjóðsins og fela það stjórn. Þannig, nái tillagan fram að ganga, gæti meirihluti stjórnar (4 af 7) ákveðið að slíta rekstrarsamningi þeim sem nú er í gildi við Arion banka og stefnt okkur öllum hinum upp á heiðina án þess að nokkurt okkar fengi eitthvað um það sagt. Allar breytingar í starfsemi lífeyrissjóðs eiga að gerast hægt og að vel yfirlögðu ráði. Nái tillaga Halldórs Friðriks fram að ganga er ekkert því til fyrirstöðu að hann og þrír aðrir stjórnarmenn geti strax næstkomandi þriðjudag sagt upp rekstrarsamningi við bankann og stefnt öllum 60 þúsund sjóðfélögunum út í óvissuna. Það sem hefur vantað í málflutning þessa ágæta hóps er: Sjálfstæði og hvað svo? Nái tillagan fram að ganga er alveg ljóst að við hin sitjum uppi með áhættuna og þann kostnað sem kann af hljótast af því er fjórir stjórnarmenn ákveða að slíta rekstarsamningi við rekstraraðila. Ef sjóðfélagar hafa ímyndað sér eða verið talin trú um að það feli í sér enga áhættu að fara með sjóðinn frá núverandi rekstraraðila þá er það rangt. Sjóðurinn hefur einn starfsmann, öll kerfi er fengin frá rekstraraðila, áhættustýring, eignastýring, bakvinnsla og allt annað er fengið þaðan. Það kann vel að vera að hið „sjálfstæða fólk“ ætli alls ekki að ana með sjóðinn út úr bankanum, en með því að breyta samþykktum með þeim hætti sem Halldór leggur til þá verður sú áhætta til staðar. Ég segi fyrir mig sem sjóðfélagi að ég er ekki tilbúinn að setja þetta vald í hendur stjórnar, hvað þá meirihluta stjórnar. Þá hugnast mér engan veginn að vera hluti af „Sælulífeyrissjóði“ Halldórs Friðriks þar sem meint frelsi mitt fælist í því að hann tæki ákvarðanir fyrir mig. Í samræðum mínum við sjóðfélaga er eitt atriði sem skiptir meira máli en annað og það er ÁVÖXTUN. Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð undanfarin ár. Síðastliðið eitt ár er ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins 8,2% - 14,1%, sl. 5 ár 5,8% - 8,9% og sl. 10 ár 7,2%-10,7% á ársgrundvelli. Þessi ákvöxtun kemur ekki að sjálfu sér en henni hefur verið náð á grundvelli núverandi rekstrarsambands. Það má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði skynsamlegt að breyta eða slíta tengslin við núverandi rekstraraðila. Sá tímapunktur er ekki í dag og væri slík ákvörðun tekin ætti alltaf að stíga varlega til jarðar og breyta til í hægum markvissum skrefum þannig að alveg sé ljóst að lífeyri okkar sé ekki stefnt í hættu. Að lokum vil ég óska frambjóðendum góðs gengis næstkomandi mánudag og vona að ferðinni verði heitið til móts við sólskinið en lífeyrissjóðnum verði ekki stýrt til móts við rok og rigningu. Höfundur er stjórnarmaður í Frjálsa og frambjóðandi til stjórnarkjörs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í upphafi síðustu aldar ákvað vinnumaður einn að kaupa sér bæ upp á heiði. Endurskírði hann bæinn og hugðist flytja þangað fjölskyldu sína og hefja búskap. Ástæður hans gátu hafa verið margræðar en hans heitasta ósk var að verða sjálfstæður. Við ákvörðun sína hugði hann ekkert að því hvort heiðin væri búsældarleg og líkleg til að menn og skepnur þrifust þar vel. Þá hugði hann ekki að veðrabrigðum á heiðinni eða öðru sem nauðsynlegt er að gera áður en teknar eru ákvarðanir sem ekki aðeins höfðu áhrif á líf hans sjálfs heldur jafnframt líf annarra í fjölskyldu hans. Hann skyldi verða sjálfstæður. Við vitum öll hvernig sagan af Bjarti í Sumarhúsum endaði, þegar hann hrökklaðist niður af heiðinni í lok bókar. Nú um það bil einni öld síðar ásælist hópur, undir forystu Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, völd í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Ástæður hópsins eru ekki að sjóðurinn sé illa rekinn, ávöxtun slæm, kostnaður hár eða þjónusta við sjóðfélaga sé léleg. Ástæðan virðist sú að sjóðurinn skuli vera sjálfstæður, til þess eins að vera sjálfstæður. Þegar ég lýsti þessu fyrir góðum vini mínum kvað hann við að áætlanir þessa hóps væru álíka gáfulegar og að vera á ferðalagi í sólskini og ákveða að leita uppi rigningu. Það sem alvarlegast er að mínum dómi er sú breyting sem framangreindur forsprakki hópsins hefur lagt til fyrir ársfund lífeyrissjóðsins. Sú tillaga, sem sett er fram í nafni frelsis og sjóðfélagalýðræðis, gengur út á það að taka valdið af sjóðfélögum um að ákveða rekstrarfyrirkomulag sjóðsins og fela það stjórn. Þannig, nái tillagan fram að ganga, gæti meirihluti stjórnar (4 af 7) ákveðið að slíta rekstrarsamningi þeim sem nú er í gildi við Arion banka og stefnt okkur öllum hinum upp á heiðina án þess að nokkurt okkar fengi eitthvað um það sagt. Allar breytingar í starfsemi lífeyrissjóðs eiga að gerast hægt og að vel yfirlögðu ráði. Nái tillaga Halldórs Friðriks fram að ganga er ekkert því til fyrirstöðu að hann og þrír aðrir stjórnarmenn geti strax næstkomandi þriðjudag sagt upp rekstrarsamningi við bankann og stefnt öllum 60 þúsund sjóðfélögunum út í óvissuna. Það sem hefur vantað í málflutning þessa ágæta hóps er: Sjálfstæði og hvað svo? Nái tillagan fram að ganga er alveg ljóst að við hin sitjum uppi með áhættuna og þann kostnað sem kann af hljótast af því er fjórir stjórnarmenn ákveða að slíta rekstarsamningi við rekstraraðila. Ef sjóðfélagar hafa ímyndað sér eða verið talin trú um að það feli í sér enga áhættu að fara með sjóðinn frá núverandi rekstraraðila þá er það rangt. Sjóðurinn hefur einn starfsmann, öll kerfi er fengin frá rekstraraðila, áhættustýring, eignastýring, bakvinnsla og allt annað er fengið þaðan. Það kann vel að vera að hið „sjálfstæða fólk“ ætli alls ekki að ana með sjóðinn út úr bankanum, en með því að breyta samþykktum með þeim hætti sem Halldór leggur til þá verður sú áhætta til staðar. Ég segi fyrir mig sem sjóðfélagi að ég er ekki tilbúinn að setja þetta vald í hendur stjórnar, hvað þá meirihluta stjórnar. Þá hugnast mér engan veginn að vera hluti af „Sælulífeyrissjóði“ Halldórs Friðriks þar sem meint frelsi mitt fælist í því að hann tæki ákvarðanir fyrir mig. Í samræðum mínum við sjóðfélaga er eitt atriði sem skiptir meira máli en annað og það er ÁVÖXTUN. Ávöxtun sjóðsins hefur verið góð undanfarin ár. Síðastliðið eitt ár er ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins 8,2% - 14,1%, sl. 5 ár 5,8% - 8,9% og sl. 10 ár 7,2%-10,7% á ársgrundvelli. Þessi ákvöxtun kemur ekki að sjálfu sér en henni hefur verið náð á grundvelli núverandi rekstrarsambands. Það má vel vera að á einhverjum tímapunkti verði skynsamlegt að breyta eða slíta tengslin við núverandi rekstraraðila. Sá tímapunktur er ekki í dag og væri slík ákvörðun tekin ætti alltaf að stíga varlega til jarðar og breyta til í hægum markvissum skrefum þannig að alveg sé ljóst að lífeyri okkar sé ekki stefnt í hættu. Að lokum vil ég óska frambjóðendum góðs gengis næstkomandi mánudag og vona að ferðinni verði heitið til móts við sólskinið en lífeyrissjóðnum verði ekki stýrt til móts við rok og rigningu. Höfundur er stjórnarmaður í Frjálsa og frambjóðandi til stjórnarkjörs.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun