Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:45 Forstjóri félagsins Festi sem á N1 telur líklegra að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Fréttablaðið/Anton Brink Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Sjá meira
Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Borgarráð samþykkti nýlega viðmið fyrir viðræður við olíufélögin um að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming á næstu sex árum. Stöðvarnar eru um 50 talsins í borginni og fækkar um rúmlega 20 gangi hugmyndirnar eftir. Ætlunin er að nýta lóðir bensínstöðvanna undir íbúðir eða annars konar verslanir. Forstjóri Olís hefur sagt að honum þyki fækkunin nokkuð brött. Stjórnendur Skeljungs hafa sagt hugmyndirnar eðlilegt framhald af viðræðum við borgaryfirvöld. Félagið Festi á Krónuna, Elko og N1. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri félagsins, segir eðlilega þróun að fækka bensínstöðvum. „Spurning hvort sex ár sé nægilegur tími, ég er ekki viss um það. En ég held að þessi þróun muni eiga sér stað, engin spurning.“Færa dælur frá Ægissíðu á Fiskislóð Aðspurður um tímaramma segir hann raunhæfara að miða við að fækka bensínstöðvum um helming í Reykjavík á tíu árum. Eggert segir að N1 sé það olíufélag sem reki fæstar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta kemur auðvitað við alla en við höfum rætt við borgina að loka stöðvum og færa dælur. Á Ægissíðu höfum við óskað eftir því að fá að færa dælurnar á Fiskislóð þar sem við rekum Krónuna og hefja þá uppbyggingu á Ægissíðulóðinni, einhvers konar íbúðabyggð sem dæmi,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Sjá meira