Hatari fagnaði tvöföldu afmæli og skellti sér á BDSM-klúbb Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 11. maí 2019 08:00 Matthías Tryggvi Haraldsson var að sjálfsögðu með í för þegar Hatari skellti sér á heimavöll í Tel Aviv, BDSM-klúbb. Thomas Hanses Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið. Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Á áttunda degi Hatara í Tel Aviv var komið að því. Klukkan sló miðnætti á föstudagskvöldi og stefnan sett á BDSM-klúbb í ísraelsku borginni sem virðist aldrei sofa. Liðsmenn Hatara höfðu átt góðan dag við æfingar með danshöfundinum Lee Proud þar sem gerðar voru balletæfingar, hugleiðsla og liðkandi æfingar áður en tekin voru rennsli á atriðinu. Baldvin Vernharðsson, tökumaður og maðurinn á bak við myndbönd Hatara, fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær og dró vagninn þegar leið að brottför enda fólk misspennt fyrir hugmyndinni. Baldvin er við tökur á heimildarmynd um Hatara hér úti ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Baldvin var ekki sá eini sem átti afmæli því búningahönnuðurinn Karen Sonja Mayén Briem varð 36 ára á miðnætti. Tvöföld ástæða til að fagna, klæða sig í leður og skella sér á BDSM-klúbb. Fréttastofa Hatara, Iceland Music News, var að sjálfsögðu með í för og tóku upp ferðalagið á klúbbinn. Þeim stóð þó ekki til boða að halda tökum sínum áfram þegar komið var á klúbbinn. Og þangað fór enginn inn hversdagslega klæddur. Nauðsynlegt var að klæðast einhverju kinkí. Liðsmenn Hatara voru flestir leðurklæddir, einhverjir með keðjur um hálsinn eða með annars konar fylgihluti enda ekki ætlast til þess að gestir á BDSM-klúbbi séu í skoðunarferð á staðnum. Annaðhvort ertu með eða ert úti. Einn förunautur brá á það ráð að fara einfaldlega úr skyrtunni sinni og vera ber að ofan undir jakkanum. Það þótti dyravörðunum nógu flippað og hleyptu viðkomandi inn. Vænta má þess að Iceland Music News geri heimsókn Hatara, í það minnsta kosti ferðalagi þeirra á klúbbinn, skil í innslagi sem gæti birst í dag. Það er laugardagur í Ísrael, sólin skín í Tel Aviv og framundan í dag er söngæfing hjá Hatara. Í kvöld fer svo fram hið árlega norræna partý þar sem Hatari mun stíga á svið.
Eurovision Tengdar fréttir Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00 Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Flugdólgar og fótaplássleysi á fimmtán tíma ferðalagi til Hataranna í Tel Aviv Flug fram og til baka til Tel Aviv á fimmtíu þúsund kall. Já, þrátt fyrir brotthvarf WOW air er enn hægt að fá flug frá eyjunni fögru út í hinn stóra heim án þess að brjóta sparibaukinn. Það er að segja ef maður sættir sig við næturflug með Wizz air, heimsmeistaranum í litlu fótaplássi, og sjö tíma millilendingu á leiðinni. 10. maí 2019 14:00
Hatari sleppur við stærstu kanónurnar Hollendingum, Rússum, Ítölum, Svíum, Aserum, Svisslendingum og Maltverjum er spáð sjö efstu sætunum í Eurovision í ár. Íslandi er spáð áttunda sæti. 10. maí 2019 16:00