Þórsarar senda Stólunum kaldar kveðjur: „Fólk er orðlaust og sárt yfir þessu framferði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. maí 2019 21:11 Úr leik hjá Þór í vetur. vísir/vilhelm Þór Þorlákshöfn sendi í dag opið bréf til KKÍ, Körfuknattsleiksambands Íslands, en í bréfinu er fariðum víðan völl. Vefmiðillinn Karfan.is birtir bréfið á síðu sinni. Þar er þó aðallega kvartað sáran undan vinnubrögðum Tindastóls en fyrr í vikunni skrifaði þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson undir samning við Tindastól til þriggja ára. Hann kemur frá Þórsurum en hann kom liðinu í undanúrslit á nýafstaðinni leiktíð, hans fyrstu með liðið. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan en ef gripið er niður í yfirlýsinguna er meðal annars talað um að „þessi vinnubrögð (séu) forkastanleg og svartur blettur á hreyfingunni.“ Einnig er talað um hvernig ÍR hefði staðið sig í úrslitakeppninni þennan veturinn og segja Þórsarar að ÍR og Þór hafi staðið í ginum ljónsins en peningaliðin hafi að endingu unnið. Bréfið má lesa hér að neðan.Opið bréf til stjórnar KKÍ Hugrenningar stjórnar Þórs Þorlákshafnar í lok tímabils í kjölfar ólíðandi vinnubragða félags innan raða hreyfingarinnar.Samningsbundnir leikmenn/þjálfarar og villta vestrið Kveikjan að þessu bréfi er eins og hreyfingin veit sú staða sem við Þórsarar í Þorlákshöfn stóðum frammi fyrir þegar stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hikar ekki við að hafa samband og hefja viðræður við samningsbundinn þjálfara liðs okkar án nokkurs samráðs við stjórn Þórs. Annar vinkill á þessu máli er sá trúnaðarbrestur sem verður, eftir að stjórn Tindastóls hefur lagt af stað í þessar samningaviðræður við þjálfarann, að leikmenn Þórs fái fréttir af málinu frá stjórnarmanni Tindastóls, norðan heiða. Fólk er orðlaust og sárt yfir þessu framferði og neitar að trúa því að svona vinnubrögð séu allajafna viðhöfð í hreyfingunni. Sagan segir að þessi vinnubrögð hafi verið stunduð í mörg ár að leikmenn/þjálfarar hafi fengið tilboð og önnur gylliboð þegar þeir eru samningsbundnir á miðju leiktímabili og jafnvel í úrslitakeppninni. Samtöl félaga við leikmenn og þjálfara lúta því engum reglum og eru þessi vinnubrögð forkastanleg og svartur blettur á hreyfingunni. Engin viðurlög gilda þegar félög haga sér svona í hreyfingunni. Það er nauðsynlegt fyrir KKÍ að koma sér upp miðlægri sýn á samningsstöðu leikmanna sem og þjálfara og má benda á að hjá KSÍ er þessi sýn aðgengileg á heimasíðu sambandsins. Það er mat stjórnar Þórs að stjórn KKÍ þurfi að setja skýrar reglur varðandi þessi mál hið fyrsta. Á síðasta þingi KKÍ fengu lið sem skulda KKÍ ekki að koma til þingsins vegna bágrar fjárhagsstöðu og ekkert í umhverfinu á Íslandi segir að þetta sé að breytast. Það heyrast sögur um hvernig hin og þessi félög standi fjárhagslega og að félög standi ekki við gerða samninga við þjálfara og leikmenn og skuldi dómurum og KKÍ háar fjárhæðir. Það má ljóst vera að bilið á milli getu félaganna til að fjármagna deildirnar er að aukast og hvatarnir fyrir félögin, til að búa til umgjörð fyrir uppalda leikmenn, minnka þar sem miklu fljótlegra er bara að kaupa leikmennina og sækja þann stóra STRAX. Ekki er víst að mikið verði eftir hjá félögunum þegar lykilleikmenn eða þjálfarar, samningsbundnir eða ekki, eru keyptir fyrir fúlgur fjár inní klúbba sem hafa nóg af peningum. Fjármagnið fer og er að fara í ríkari mæli í að kaupa meistaraflokk sem því miður kemur niður á litlu félögunum og þeirra uppbyggingarstarfi. Gæði yngriflokka starfs minnkar og það verður fækkun á sjálfboðaliðum í hreyfingunni sem bugast af vinnu við að reyna að fjármagna. Það er samt okkar tilfinning að staðan sé 1-0 fyrir sjálfboðaliðanum. Þökk sé okkur og ÍR-ingum en bæði þessi lið komu bakdyramegin inn í gin ljónanna og gáfu ekkert eftir. Bæði lið í dauðafæri að komast alla leið. Því miður stóð sjálfboðaliðinn ekki eftir á toppnum en árangurinn hristi hressilega upp í hreyfingunni og sérfræðingunum sem veðjuðu eðlilega á aurinn. Þessar hugrenningar okkar hafa verið á vörum margra í hreyfingunni en því miður ekki ratað inn í umræðuna á KKÍ þingum. Spurningar okkar til KKÍ eru: Er einhver stefnumótunarvinna í gangi innan stjórnar KKÍ sem fjallar um framtíðarsýn hreyfingarinnar og hvert við stefnum á komandi árum ? Erum við að stefna á atvinnumannadeild með 4-5 liðum eða er vilji til þess að verja sjálfboðaliðsstarfið? Dominos-deild karla Tengdar fréttir Baldur: Hún bjó mig til og styður mig í því sem ég geri Baldur Þór Ragnarsson er nýráðinn þjálfari Tindastóls. 9. maí 2019 20:00 Baldur Þór tekinn við Stólunum Baldur Þór Ragnarsson var í dag ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Tindastóls en hann kemur í Skagafjörðinn úr Þorlákshöfn þar sem hann gerði frábæra hluti síðasta vetur. 8. maí 2019 13:32 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Þór Þorlákshöfn sendi í dag opið bréf til KKÍ, Körfuknattsleiksambands Íslands, en í bréfinu er fariðum víðan völl. Vefmiðillinn Karfan.is birtir bréfið á síðu sinni. Þar er þó aðallega kvartað sáran undan vinnubrögðum Tindastóls en fyrr í vikunni skrifaði þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson undir samning við Tindastól til þriggja ára. Hann kemur frá Þórsurum en hann kom liðinu í undanúrslit á nýafstaðinni leiktíð, hans fyrstu með liðið. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan en ef gripið er niður í yfirlýsinguna er meðal annars talað um að „þessi vinnubrögð (séu) forkastanleg og svartur blettur á hreyfingunni.“ Einnig er talað um hvernig ÍR hefði staðið sig í úrslitakeppninni þennan veturinn og segja Þórsarar að ÍR og Þór hafi staðið í ginum ljónsins en peningaliðin hafi að endingu unnið. Bréfið má lesa hér að neðan.Opið bréf til stjórnar KKÍ Hugrenningar stjórnar Þórs Þorlákshafnar í lok tímabils í kjölfar ólíðandi vinnubragða félags innan raða hreyfingarinnar.Samningsbundnir leikmenn/þjálfarar og villta vestrið Kveikjan að þessu bréfi er eins og hreyfingin veit sú staða sem við Þórsarar í Þorlákshöfn stóðum frammi fyrir þegar stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hikar ekki við að hafa samband og hefja viðræður við samningsbundinn þjálfara liðs okkar án nokkurs samráðs við stjórn Þórs. Annar vinkill á þessu máli er sá trúnaðarbrestur sem verður, eftir að stjórn Tindastóls hefur lagt af stað í þessar samningaviðræður við þjálfarann, að leikmenn Þórs fái fréttir af málinu frá stjórnarmanni Tindastóls, norðan heiða. Fólk er orðlaust og sárt yfir þessu framferði og neitar að trúa því að svona vinnubrögð séu allajafna viðhöfð í hreyfingunni. Sagan segir að þessi vinnubrögð hafi verið stunduð í mörg ár að leikmenn/þjálfarar hafi fengið tilboð og önnur gylliboð þegar þeir eru samningsbundnir á miðju leiktímabili og jafnvel í úrslitakeppninni. Samtöl félaga við leikmenn og þjálfara lúta því engum reglum og eru þessi vinnubrögð forkastanleg og svartur blettur á hreyfingunni. Engin viðurlög gilda þegar félög haga sér svona í hreyfingunni. Það er nauðsynlegt fyrir KKÍ að koma sér upp miðlægri sýn á samningsstöðu leikmanna sem og þjálfara og má benda á að hjá KSÍ er þessi sýn aðgengileg á heimasíðu sambandsins. Það er mat stjórnar Þórs að stjórn KKÍ þurfi að setja skýrar reglur varðandi þessi mál hið fyrsta. Á síðasta þingi KKÍ fengu lið sem skulda KKÍ ekki að koma til þingsins vegna bágrar fjárhagsstöðu og ekkert í umhverfinu á Íslandi segir að þetta sé að breytast. Það heyrast sögur um hvernig hin og þessi félög standi fjárhagslega og að félög standi ekki við gerða samninga við þjálfara og leikmenn og skuldi dómurum og KKÍ háar fjárhæðir. Það má ljóst vera að bilið á milli getu félaganna til að fjármagna deildirnar er að aukast og hvatarnir fyrir félögin, til að búa til umgjörð fyrir uppalda leikmenn, minnka þar sem miklu fljótlegra er bara að kaupa leikmennina og sækja þann stóra STRAX. Ekki er víst að mikið verði eftir hjá félögunum þegar lykilleikmenn eða þjálfarar, samningsbundnir eða ekki, eru keyptir fyrir fúlgur fjár inní klúbba sem hafa nóg af peningum. Fjármagnið fer og er að fara í ríkari mæli í að kaupa meistaraflokk sem því miður kemur niður á litlu félögunum og þeirra uppbyggingarstarfi. Gæði yngriflokka starfs minnkar og það verður fækkun á sjálfboðaliðum í hreyfingunni sem bugast af vinnu við að reyna að fjármagna. Það er samt okkar tilfinning að staðan sé 1-0 fyrir sjálfboðaliðanum. Þökk sé okkur og ÍR-ingum en bæði þessi lið komu bakdyramegin inn í gin ljónanna og gáfu ekkert eftir. Bæði lið í dauðafæri að komast alla leið. Því miður stóð sjálfboðaliðinn ekki eftir á toppnum en árangurinn hristi hressilega upp í hreyfingunni og sérfræðingunum sem veðjuðu eðlilega á aurinn. Þessar hugrenningar okkar hafa verið á vörum margra í hreyfingunni en því miður ekki ratað inn í umræðuna á KKÍ þingum. Spurningar okkar til KKÍ eru: Er einhver stefnumótunarvinna í gangi innan stjórnar KKÍ sem fjallar um framtíðarsýn hreyfingarinnar og hvert við stefnum á komandi árum ? Erum við að stefna á atvinnumannadeild með 4-5 liðum eða er vilji til þess að verja sjálfboðaliðsstarfið?
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Baldur: Hún bjó mig til og styður mig í því sem ég geri Baldur Þór Ragnarsson er nýráðinn þjálfari Tindastóls. 9. maí 2019 20:00 Baldur Þór tekinn við Stólunum Baldur Þór Ragnarsson var í dag ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Tindastóls en hann kemur í Skagafjörðinn úr Þorlákshöfn þar sem hann gerði frábæra hluti síðasta vetur. 8. maí 2019 13:32 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Baldur: Hún bjó mig til og styður mig í því sem ég geri Baldur Þór Ragnarsson er nýráðinn þjálfari Tindastóls. 9. maí 2019 20:00
Baldur Þór tekinn við Stólunum Baldur Þór Ragnarsson var í dag ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Tindastóls en hann kemur í Skagafjörðinn úr Þorlákshöfn þar sem hann gerði frábæra hluti síðasta vetur. 8. maí 2019 13:32