City Englandsmeistari annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2019 15:30 Vincent Kompany lyftir Englandsmeistarabikarnum. vísir/getty Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð og sjötta sinn alls eftir 1-4 sigur á Brighton á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.Back 2 Back Premier League Champions! We reigned and we retained!#mancitypic.twitter.com/stX3wPtV4P — Manchester City (@ManCity) May 12, 2019 City endaði með 98 stig, tveimur stigum minna en liðið fékk í fyrra. City fékk einu stigi meira en Liverpool sem vann Wolves á sama tíma, 2-0. Fyrir leikinn í dag var ljóst að City yrði meistari með sigri. Jafntefli eða tap gæfu Liverpool hins vegar tækifæri á titlinum. Glenn Murray kveikti vonarneista Liverpool þegar hann kom Brighton yfir með skalla eftir hornspyrnu Pascal Gross á 27. mínútu. Gleðin var þó skammvin því 83 sekúndum síðar jafnaði Sergio Agüero metin með sínu 21. deildarmarki í vetur. Á 38. mínútu kom Aymeric Laporte City yfir með skalla eftir hornspyrnu Riyads Mahrez. Staðan var 1-2 í hálfleik. City hafði mikla yfirburði í seinni hálfleik og bætti tveimur mörkum við. Mahrez skoraði laglegt mark á 63. mínútu og níu mínútum síðar gerði Ilkay Gündogan fjórða markið með skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 1-4, City í vil. Liðið vann síðustu 14 deildarleiki sína á tímabilinu. Brighton, sem vann aðeins tvo af síðustu 18 leikjum sínum, endaði í 17. sæti deildarinnar. Bretland England Enski boltinn
Manchester City er Englandsmeistari annað árið í röð og sjötta sinn alls eftir 1-4 sigur á Brighton á útivelli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.Back 2 Back Premier League Champions! We reigned and we retained!#mancitypic.twitter.com/stX3wPtV4P — Manchester City (@ManCity) May 12, 2019 City endaði með 98 stig, tveimur stigum minna en liðið fékk í fyrra. City fékk einu stigi meira en Liverpool sem vann Wolves á sama tíma, 2-0. Fyrir leikinn í dag var ljóst að City yrði meistari með sigri. Jafntefli eða tap gæfu Liverpool hins vegar tækifæri á titlinum. Glenn Murray kveikti vonarneista Liverpool þegar hann kom Brighton yfir með skalla eftir hornspyrnu Pascal Gross á 27. mínútu. Gleðin var þó skammvin því 83 sekúndum síðar jafnaði Sergio Agüero metin með sínu 21. deildarmarki í vetur. Á 38. mínútu kom Aymeric Laporte City yfir með skalla eftir hornspyrnu Riyads Mahrez. Staðan var 1-2 í hálfleik. City hafði mikla yfirburði í seinni hálfleik og bætti tveimur mörkum við. Mahrez skoraði laglegt mark á 63. mínútu og níu mínútum síðar gerði Ilkay Gündogan fjórða markið með skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 1-4, City í vil. Liðið vann síðustu 14 deildarleiki sína á tímabilinu. Brighton, sem vann aðeins tvo af síðustu 18 leikjum sínum, endaði í 17. sæti deildarinnar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti