Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 11:00 Mark Zuckerberg og Chris Hughes á háskólasvæði Harvard í árdaga Facebook. vísir/getty Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. Þetta kemur fram í ítarlegri skoðanagrein Hughes á vef New York Times þar sem hann fjallar um þróun Facebook síðustu 15 ár í samhengi við þróun samfélagsmiðla almennt og skort á samkeppni á þeim markaði. Hughes bendir á að þrátt fyrir marga og alvarlega vankanta sem komið hafi í ljós á síðustu árum, til dæmis hvað varðar öryggi og gagnaöflun, þá sé afar erfitt fyrir notendur að yfirgefa Facebook því það sé í raun enginn annar samfélagsmiðill sem fólk getur farið á í staðinn sem virkar eins.Zuckerberg með meiri völd en nokkur annar Að mati Hughes, sem sjálfur seldi hlut sinn í Facebook 2012 og kveðst ekki eiga hlut í samfélagsmiðli í dag, eru völd Mark Zuckerberg gífurleg og mun meiri en nokkurs annars einstaklings í bandarísku samfélagi, hvort sem er í einkageiranum eða í stjórnmálum. Hann stjórni í raun þremur risastórum skilaboðaþjónustum, Facebook, Instagram og WhatsApp. Hughes segir að stjórn Facebook sé í raun meira eins og ráðgjafanefnd í stað stjórnar í fyrirtæki sem getur tekið ákvarðanir þar sem Zuckerberg haldi á 60 prósent atkvæðisréttar sem er langt umfram hlutfjáreign hans í fyrirtækinu. Þetta helgast af því að í samþykktum Facebook er hann með rýmri atkvæðisrétt en aðrir hluthafar. Zuckerberg getur því einn og óstuddur ákveðið hvernig breyta eigi algóriþmanum á Facebook sem stjórnar því hvað fólk sér á fréttaveitunni sinni, hvaða öryggisstillingar fólk notar og jafnvel hvaða skilaboð komast til skila í gegnum Messenger.Spáðu ekki í hvaða áhrif algóriþminn gæti haft „Mark er góð og ljúf manneskja. En ég er reiður vegna þess að fókus hans á vöxt Facebook leiddi til þess að öryggi og hæversku var fórnað fyrir smelli. Ég er líka vonsvikinn með sjálfan mig og okkur sem unnum í fyrsta Facebook-teyminu að hugsa ekki nógu mikið um það hvernig algóriþminn á fréttaveitunni getur breytt menningu okkar, haft áhrif á kosningar og veitt þjóðernissinnuðum leiðtogum aukinn kraft. Ég hef áhyggjur af því að Mark hafi sett eintóma já-menn í kringum sig í staðinn fyrir einstaklinga sem ögra honum,“ segir Hughes í grein sinni. Hann segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að láta Zuckerberg sæta ábyrgð. Bandarískir stjórnmálamenn hafi í of langan tíma dásamað ótrúlegan vöxt Facebook og um leið litið fram hjá þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim að vernda bandarískan almenning og tryggja samkeppni á markaði. „Við erum þjóð sem höfum í gegnum söguna haft stjórn á einokunarfyrirtækjum, burtséð frá góðum fyrirætlunum forstjóra þessara fyrirtækja. Mikið vald Mark er einsdæmi í sögunni og ó-amerískt. Það er tími til kominn að leysa upp Facebook. Við höfum nú þegar tækin til þess að gera það. Svo virðist sem við höfum bara gleymt þeim,“ segir Hughes.Stærstu mistökin að leyfa yfirtökur á Whatsapp og Instagram Að hans mati eru tveir þættir lykilatriði í því að brjóta upp Facebook. Annars vegar þarf að láta Facebook draga til baka yfirtökurnar á Instagram og WhatsApp en að mati Hughes að stærstu mistök stjórnvald að leyfa Zuckerberg að kaupa þau fyrirtæki árið 2012. Hins vegar þurfi að koma á fót nýrri stofnun sem hafi eftirlit með tæknifyrirtækjum. Megináherslan þar ætti að vera á að vernda einkalíf borgaranna. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. Þetta kemur fram í ítarlegri skoðanagrein Hughes á vef New York Times þar sem hann fjallar um þróun Facebook síðustu 15 ár í samhengi við þróun samfélagsmiðla almennt og skort á samkeppni á þeim markaði. Hughes bendir á að þrátt fyrir marga og alvarlega vankanta sem komið hafi í ljós á síðustu árum, til dæmis hvað varðar öryggi og gagnaöflun, þá sé afar erfitt fyrir notendur að yfirgefa Facebook því það sé í raun enginn annar samfélagsmiðill sem fólk getur farið á í staðinn sem virkar eins.Zuckerberg með meiri völd en nokkur annar Að mati Hughes, sem sjálfur seldi hlut sinn í Facebook 2012 og kveðst ekki eiga hlut í samfélagsmiðli í dag, eru völd Mark Zuckerberg gífurleg og mun meiri en nokkurs annars einstaklings í bandarísku samfélagi, hvort sem er í einkageiranum eða í stjórnmálum. Hann stjórni í raun þremur risastórum skilaboðaþjónustum, Facebook, Instagram og WhatsApp. Hughes segir að stjórn Facebook sé í raun meira eins og ráðgjafanefnd í stað stjórnar í fyrirtæki sem getur tekið ákvarðanir þar sem Zuckerberg haldi á 60 prósent atkvæðisréttar sem er langt umfram hlutfjáreign hans í fyrirtækinu. Þetta helgast af því að í samþykktum Facebook er hann með rýmri atkvæðisrétt en aðrir hluthafar. Zuckerberg getur því einn og óstuddur ákveðið hvernig breyta eigi algóriþmanum á Facebook sem stjórnar því hvað fólk sér á fréttaveitunni sinni, hvaða öryggisstillingar fólk notar og jafnvel hvaða skilaboð komast til skila í gegnum Messenger.Spáðu ekki í hvaða áhrif algóriþminn gæti haft „Mark er góð og ljúf manneskja. En ég er reiður vegna þess að fókus hans á vöxt Facebook leiddi til þess að öryggi og hæversku var fórnað fyrir smelli. Ég er líka vonsvikinn með sjálfan mig og okkur sem unnum í fyrsta Facebook-teyminu að hugsa ekki nógu mikið um það hvernig algóriþminn á fréttaveitunni getur breytt menningu okkar, haft áhrif á kosningar og veitt þjóðernissinnuðum leiðtogum aukinn kraft. Ég hef áhyggjur af því að Mark hafi sett eintóma já-menn í kringum sig í staðinn fyrir einstaklinga sem ögra honum,“ segir Hughes í grein sinni. Hann segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að láta Zuckerberg sæta ábyrgð. Bandarískir stjórnmálamenn hafi í of langan tíma dásamað ótrúlegan vöxt Facebook og um leið litið fram hjá þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim að vernda bandarískan almenning og tryggja samkeppni á markaði. „Við erum þjóð sem höfum í gegnum söguna haft stjórn á einokunarfyrirtækjum, burtséð frá góðum fyrirætlunum forstjóra þessara fyrirtækja. Mikið vald Mark er einsdæmi í sögunni og ó-amerískt. Það er tími til kominn að leysa upp Facebook. Við höfum nú þegar tækin til þess að gera það. Svo virðist sem við höfum bara gleymt þeim,“ segir Hughes.Stærstu mistökin að leyfa yfirtökur á Whatsapp og Instagram Að hans mati eru tveir þættir lykilatriði í því að brjóta upp Facebook. Annars vegar þarf að láta Facebook draga til baka yfirtökurnar á Instagram og WhatsApp en að mati Hughes að stærstu mistök stjórnvald að leyfa Zuckerberg að kaupa þau fyrirtæki árið 2012. Hins vegar þurfi að koma á fót nýrri stofnun sem hafi eftirlit með tæknifyrirtækjum. Megináherslan þar ætti að vera á að vernda einkalíf borgaranna.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10
Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00
Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08