Lífið

Dugleg að fara í rómantískar ferðir til að rækta ástina

Tinni Sveinsson skrifar
Þórhallur og Berglind leyfðu Völu að skyggnast í brúðkaupsalbúmið sitt þar sem glæsilegar myndir er að finna.
Þórhallur og Berglind leyfðu Völu að skyggnast í brúðkaupsalbúmið sitt þar sem glæsilegar myndir er að finna.
Vala Matt heldur áfram að sýna okkur frá ævintýralegri ferð sinni til tísku- og menningarborgarinnar Mílanó á Ítalíu þar sem hún heimsótti hjónin Berglindi Óskarsdóttur fatahönnuð og Þórhall Sævarsson kvikmyndaleikstjóra en þau hafa verið að slá í gegn á Ítalíu hvort á sínu sviði.

Þórhallur hefur verið að leikstýra auglýsingum fyrir heimsfræg merki eins og Nike, Adidas, Coca Cola, heimsþekkt bílafyrirtæki og símafyrirtæki. Og Berglind fékk viðurkenningu frá einum virtasta hönnunarskóla heims Istituto Marangoni í Mílanó og einnig hefur hún fengið frábæra umfjöllun í ítölsku Vogue.

Hjónin una sér vel í Mílanó en þau fluttu með alla fjölskylduna þangað þegar Berglind hóf nám í virtum hönnunarskóla.
Í þessum seinni þætti frá Mílanó skoðar Vala sérstaklega ævintýralega flotta hönnun Berglindar. Og þau hjónin sögðu Völu einnig rómantíska og skemmtilega sögu um það hvernig þau kynntust á MySpace.

Þau lóðsa Völu einnig í ævintýralega leiðangra um borgina og segja frá því hvernig þau fara í rómantískar ferðir um Ítalíu til að rækta ástina.

Og af því Þórhallur er mikill listamaður og ástríðukokkur þá sýnir hann Völu hvernig hann gerir girnilegan pastarétt sem tekur hann aðeins fimm mínútur að búa til.

Þórhallur og Berglind kynntust fyrst í gegnum MySpace og segja Völu skemmtilega sögu af því.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.