Setja fyrirvara við ársreikning borgarinnar Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 06:15 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara á undirskrift ársreikning borgarinnar. Slíkt er ekki algengt en er gert þegar stjórnarmenn telja vankanta á ársreikningum. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fyrirvara um að skrifa undir ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Telja þeir nauðsynlegt að álit endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um réttaráhrifin liggi fyrir áður en hann er afgreiddur endanlega. Stefnt er að því að skrifa undir ársreikninginn á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum er álit endurskoðunarnefndar tilbúið en verður ekki opinberað fyrr en á fundi borgarráðs á fimmtudag í næstu viku. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir réttast að setja fyrirvara um að óvissa sé með réttarfarsleg áhrif undirritunar. „Við viljum ekki samþykkja einhverjar gjörðir sem kunna að vera ólögmætar, bæði í braggamálinu og í öðrum málum,“ segir Eyþór. Fram kemur í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars síðastliðnum að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum. Fram kom í skýrslu innri endurskoðunar, sem kom út rétt fyrir jól, að braggaverkefnið við Nauthólsveg 100 hafi farið 73 milljónir króna fram úr fjárheimildum. Segir Eyþór einnig fleiri greiðslur falla þarna undir, sem komu fram í skýrslu innri endurskoðunar frá því fyrr í vor um Mathöllina við Hlemm og þrjú önnur verkefni. „Við vildum fá niðurstöðu í það hvort þetta sé rétt, því ef það dugar einfaldlega undirskrift frá borgarfulltrúum þá þarf ekkert eftirlit eða heimildir. Þá væri hægt að greiða út og láta borgarfulltrúa kvitta undir það ári síðar,“ segir Eyþór. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er álitið tilbúið, aðspurður hvort það sé tilviljun að álitið verði ekki lagt fram fyrr en eftir undirritun ársreikningsins segir Eyþór það vera í það minnsta óheppilegt. „Það er enn þá tími fram á þriðjudaginn að leiðrétta þetta þannig að við fáum upplýsingarnar, en eins og þessu er stillt upp er verið að bíða með að fá niðurstöðu endurskoðunarnefndar þangað til eftir að búið er að staðfesta ársreikninginn.“ Segir Eyþór því nauðsynlegt að setja fyrirvara. „Það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borga út án heimildar. Það er mjög skýrt. Ef við samþykkjum slíkan gjörning þá erum við búin að setja fordæmi. Þó að þetta séu bara tugir milljóna í þetta sinn þá geta þetta orðið hundruð milljóna eða milljarðar síðar ef það dugar bara að kvitta undir ársreikninginn.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“