Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 15:39 Robert Mueller lauk störfum í dag. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt.Á blaðamannafundinum sagði Mueller að embætti hans hafi verið bundið af áliti eða stefnu dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að sækja sitjandi forseta til saka vegna glæps sem hann kunni að hafa framið. Því hafi það ekki komið til greina að gefa út ákæru á hendur Trump.„Það væri ósanngjarnt að saka einhvern um mögulegan glæp þegar ekki er hægt að leysa úr málinu fyrir dómsal,“ sagði Mueller á fundinum.Ef hægt væri að segja með vissu að forsetinn hefði ekki framið glæp hefði það komið fram í skýrslunni Mjög hefur verið deilt um niðurstöður skýrslu Muellers og er túlkun demókrata og repúblikana á skýrslunni mjög ólík. Trump og stuðningsmenn hafa haldið því fram að skýrslan hreinsi hann af öllum ásökunum en demókratar telja hins vegar að skýrslan gefi til kynna að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Um þetta sagði Mueller:„Ef við hefðum trú á því að forsetinn hafi augljóslega ekki framið glæp, hefðum við sagt það berum orðum.“ Um hvort Trump eða aðilar tengdir honum hafi framið glæpi í kosningabaráttunni segir í skýrslunni að ekki hafi tekist að sýna fram á það að meðlimir forsetaframboðs Trump hafi verið í eða átt í samstarfi við rússnesku ríkisstjórnina.WATCH: Complete statement from Special Counsel Robert Mueller pic.twitter.com/y3QejiqmcT — CSPAN (@cspan) May 29, 2019 Benti Muller á að stjórnarskrá Bandaríkjanna mælti fyrir um það að dómskerfi Bandaríkjanna væri ekki leiðin til þess að láta þá sem sitja í embætti bera ábyrgð í tengslum við afglöp eða glæpi í starfi, það hlutverk væri á herðum þingsins en neðri deild Bandaríkjaþings, undir stjórn demókrata, hefur hafið nokkrar rannsóknir á Trump.Þá gaf Mueller sterklega í skyn að hann hefði ekki áhuga á því að koma fyrir þingnefndir til þess að ræða skýrsluna, hans hlutverki væri lokið. Lauk hann blaðamannafundi sínum á því að vara Bandaríkjamenn við áhrifum erlendra ríkja á bandarísk stjórnmál.„Ég ætla að ljúka þessu með því að endurtaka að kjarninn í þeim ákærum sem við gáfum út er sá að það voru gerðar fjölmargar og kerfisbundnar tilraunir til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar. Það er eitthvað sem verðskuldar athygli allra Bandaríkjamanna.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Mueller boðar yfirlýsingu um Rússarannsóknina Yfirlýsingin verður sú fyrsta frá því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi í maí árið 2017. 29. maí 2019 14:00
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22
Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot. 22. maí 2019 13:07