Dr. Viðar kemur inn í þjálfarateymið: „Vil hjálpa liðinu að verða besta útgáfan af sjálfu sér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 15:13 Viðar á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti ekki bara hópinn fyrir leikina tvo gegn Finnlandi á blaðamannafundi í dag heldur einnig nýjustu viðbótina við þjálfarateymi landsliðsins. Það er Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, sem mun vinna með landsliðinu næstu mánuðina. Viðar hefur í mörg ár unnið með ýmsum íþróttaliðum, bæði félags- og landsliðum. „Mitt hlutverk er að vera til staðar og hjálpa leikmönnum og starfsfólki að takast á við þetta verkefni. Það er löng vegferð að ná árangri í íþróttunum og margt getur komið upp á. Ég hef bakgrunn í félagsfræði og einhvern í sálfræði og vinn með þessa hluti,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. „Ég hjálpa til við að skapa umhverfi þar sem leikmenn njóta sín, metnaður er til staðar og liðið getur orðið besta útgáfan af sjálfu sér. Ég hjálpa til við að virkja þessi öfl.“ Eins og áður sagði hefur Viðar mikla reynslu af því að starfa með íþróttaliðum. „Ég hef unnið bak við tjöldin hjá ýmsum liðum í fótbolta, handbolta, körfubolta og fimleikum í 17-18 ár og hef komið að liðum á öllum stigum. Það er mjög gaman að vinna með afreksfólki eins og kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Viðar. Þeir Jón Þór þekkjast vel en þeir unnu saman hjá ÍA á sínum tíma. „Ég hef mikla trú á Jóni Þór. Hann er mjög klókur þjálfari og flottur í alla staði. Ég er spenntur fyrir að vinna aftur með honum sem og öðrum í teyminu,“ sagði Viðar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Guðbjörg aftur í landsliðið, reynsluboltar snúa aftur og fullt af ungum Blikum í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hópinn sinn fyrir vináttulandsleiki við Finna í næsta mánuði. 29. maí 2019 14:12