Umhverfismálin munu hafa mikil áhrif Svipmynd skrifar 29. maí 2019 14:15 Magnús Orri segir að Íslendingar verði að vera meðvitaðir um kolefnislosun í samgöngum og vaxandi flugviskubit ferðalanga. FBl/ERNIR Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, hef ur undanfarin ár verið í forsvari fyrirtækis sem vinnur að uppbyggingu á ferðaþjónustu í Þjórsárdal. Hann segir mikilvægt að Ísland verði áfangastaður þar sem ferðamenn geti verið umhverfisvænni en heima hjá sér.Hver eru þín helstu áhugamál? Við búum nálægt Heiðmörk og það er lúxus að hreyfa hunda okkar hjóna í þeirri náttúruperlu. Þá er ég smátt og smátt að falla fyrir fjallahjólum sem er hrikalega skemmtilegt sport. Síðustu fimm árin hef ég verið í stjórn UN Women á Íslandi. Í kjölfar MeToo hef ég farið mjög víða og flutt erindi um jafnréttismál og hvernig við karlmenn getum lagt okkar af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. Ætli ég sé ekki búinn að freista þess að reyna að gera ríflega þrjú þúsund manns að femínistum á þessum tíma! Það er stórkostlegt að finna hvernig fólk er sífellt að verða móttækilegra fyrir mikilvægi jafnréttis og erum við hjá UN Women mjög þakklát fyrir þann stuðning sem samtökin finna fyrir.Hvernig meturðu stöðuna í ferðaþjónustu? Í nokkur ár hef ég starfað í ferðageiranum og fram undan eru miklar áskoranir en um leið gefst góður tími til að skýra fókus og stefnu, bæði hjá fyrirtækjunum og í greininni í heild. Ég hef leitt stórt verkefni í Þjórsárdal, bæði við Reykholt þar sem er heit uppspretta og var rekin sundlaug á sínum tíma, og svo einnig í Hólaskógi. Við undirbúning og hönnun leggjum við mikið upp úr umhverfismálum en ég tel að slík nálgun muni skipta öllu fyrir ferðaþjónustu framtíðarinnar á Íslandi. Úti um allt viðskiptalífið munu umhverfismál hafa mikil áhrif á næstu árum, og þar er ferðaþjónustan ekki undanskilin. Við verðum að vera meðvituð um kolefnislosun flugvéla og samgangna, og vaxandi f lugviskubit ferðalanga og hvaða áhrif það hefur á ferðamynstur. Mitt mat er að fólk mun væntanlega koma sjaldnar til Íslands en dvelja lengur.Framundan eru áskoranir í ferðaþjónustu að sögn Magnúsar.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig eigum við að bregðast við þessari þróun? Mín skoðun er sú við eigum að snúa þessum veikleikum upp í styrkleika og vera í fararbroddi í kolefnislausum ferðalögum. Við getum gert Ísland að áfangastað þar sem ferðalangurinn geti verið umhverfisvænni en heima hjá sér. Þannig á gesturinn að upplifa heimsókn til Íslands sem framlag sitt til að gera heiminn betri. Þannig nálgumst við að minnsta kosti verkefnin okkar í Þjórsárdal.Hvað hefurðu lesið nýlega sem er áhugavert? Ég les mjög mikið og er sífellt að leita að góðum bókum um samfélagsmál og viðskipti. Ég ráðlegg öllum sem ég hitti að lesa Sapiens eftir Harari. Ég vil ekki yfirselja hana en hún hafði mikil áhrif á mig á svo mörgum sviðum – til dæmis lét ég loksins verða af því að segja mig úr Þjóðkirkjunni eftir lesturinn! Margar viðskiptabækur eru algert drasl en þar leynast perlur og ein er sérstaklega falleg – Það er bók Yvon Coulthard – Let my people go surfing – stofnanda Patagoniu. Óhefðbundin bók en það er ótrúlegt hvað sá maður var langt á undan sinni samtíð. Talandi um framtíð. Í mínu fyrra starfi sem ráðgjafi hjá Capacent var ég mikið að skoða strauma og stefnur (trend) og ráðleggja stjórnendum hvað væri að gerast á neytendamarkaði. Stundum rætast svona framtíðarspádómar og stundum ekki en við getum gengið að því vísu að einn straumurinn mun bara vaxa og vaxa. Það eru umhverfismálin. Því það er alveg ljóst að ef einhver telur að umhverfismál séu mikið í umræðunni núna – hvernig haldið þið að þetta verði eftir tvö ár – eða fimm ár? Því fyrr sem þú eða þitt fyrirtæki fer af stað, því betur ertu í stakk búinn til að takast á við framtíðina og þannig nútíðina. Að mínu mati er það þess vegna sem Krónan er að hafa betur en Hagkaup um þessar mundir, og Skeljungur lagði Olís þegar rætt var um fækkun bensínstöðva. Skeljungur fagnaði framtakinu og tók sér um leið stöðu með framtíðinni á meðan Olís fór í vörn.Þrátt fyrir áskoranir eru enn sóknarfæri í ferðaþjónustunni, ekki síst þegar kemur að umhverfisvænum ferðalögum.Vísir/VilhelmÞú hefur líka verið að kenna, ekki satt? Undanfarin ár hef ég kennt frumkvöðlafræði (Entrepreneur ship) í MBA-náminu við Háskólann í Reykjavík. Ég legg mikið upp úr lifandi kennslu, við heimsækjum fyrirtæki, fáum frumkvöðla í heimsókn og nemendur hlusta á hlaðvörp (podköst) þar sem einstaklingar segja frá sigrum og ósigrum í fyrirtækjarekstri. Hluti kúrsins er unninn í samvinnu við Iceland ic Startups, en við bjóðum fyrirtækjum sem hafa síðustu ár tekið þátt í viðskiptahröðlum þeirra, að vinna með MBA-nemendunum sem gerast ráðgjafar frumkvöðlanna og leiðbeina þeim um til dæmis fjármál, sölumál eða stefnumótun. Báðir hópar hagnast mikið á þessari samvinnu. Fyrirtækin fá beint í æð allt það besta og nýjasta úr fræðunum og nemendurnir fá tækifæri til að vinna með fólki sem er að takast á við alvöru vandamál. Það er mikill munur á slíku og að lesa um viðfangsefnin í viðskiptabókum. Seinni hluti kúrsins fer svo fram í Boston. Þá heimsækjum við fyrirtæki í borginni og sitjum í tímum hjá einum fremsta nýsköpunarháskóla í heimi – Babson University. Við erum nýkomin heim frá Boston og að þessu sinni heimsóttum við Amazon, Google og MIT-háskólann ásamt því að stúdera frumkvöðlafræði í Babson.Menntun: Ég er með BA-próf í sagnfræði frá HÍ 1997 enda var planið að búa til heimildarmyndir, en svo fór ég smátt og smátt í rekstur og tók MBA-gráðu frá HR 2003.Störf: Ég hef starfað í fjölmiðlum, söluog markaðsmálum, og sem frumkvöðull, þingmaður og ráðgjafi hjá Capacent en síðustu árin hef ég verið í forsvari fyrirtækis sem vinnur að uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal.Fjölskylduhagir: Ég er giftur Herdísi Hallmarsdóttur lögmanni, sem stundar MBA-nám við CBS. Við eigum Sigríði Maríu, 25 ára, sem er að ljúka meistaragráðu í lögfræði og hefur nám við Stanford í haust, og Hallmar Orra, 20 ára stúdent sem núna er að vinna í Kaupmannahöfn, en hefur nám í verkfræði í haust. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, hef ur undanfarin ár verið í forsvari fyrirtækis sem vinnur að uppbyggingu á ferðaþjónustu í Þjórsárdal. Hann segir mikilvægt að Ísland verði áfangastaður þar sem ferðamenn geti verið umhverfisvænni en heima hjá sér.Hver eru þín helstu áhugamál? Við búum nálægt Heiðmörk og það er lúxus að hreyfa hunda okkar hjóna í þeirri náttúruperlu. Þá er ég smátt og smátt að falla fyrir fjallahjólum sem er hrikalega skemmtilegt sport. Síðustu fimm árin hef ég verið í stjórn UN Women á Íslandi. Í kjölfar MeToo hef ég farið mjög víða og flutt erindi um jafnréttismál og hvernig við karlmenn getum lagt okkar af mörkum til að jafna stöðu kynjanna. Ætli ég sé ekki búinn að freista þess að reyna að gera ríflega þrjú þúsund manns að femínistum á þessum tíma! Það er stórkostlegt að finna hvernig fólk er sífellt að verða móttækilegra fyrir mikilvægi jafnréttis og erum við hjá UN Women mjög þakklát fyrir þann stuðning sem samtökin finna fyrir.Hvernig meturðu stöðuna í ferðaþjónustu? Í nokkur ár hef ég starfað í ferðageiranum og fram undan eru miklar áskoranir en um leið gefst góður tími til að skýra fókus og stefnu, bæði hjá fyrirtækjunum og í greininni í heild. Ég hef leitt stórt verkefni í Þjórsárdal, bæði við Reykholt þar sem er heit uppspretta og var rekin sundlaug á sínum tíma, og svo einnig í Hólaskógi. Við undirbúning og hönnun leggjum við mikið upp úr umhverfismálum en ég tel að slík nálgun muni skipta öllu fyrir ferðaþjónustu framtíðarinnar á Íslandi. Úti um allt viðskiptalífið munu umhverfismál hafa mikil áhrif á næstu árum, og þar er ferðaþjónustan ekki undanskilin. Við verðum að vera meðvituð um kolefnislosun flugvéla og samgangna, og vaxandi f lugviskubit ferðalanga og hvaða áhrif það hefur á ferðamynstur. Mitt mat er að fólk mun væntanlega koma sjaldnar til Íslands en dvelja lengur.Framundan eru áskoranir í ferðaþjónustu að sögn Magnúsar.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig eigum við að bregðast við þessari þróun? Mín skoðun er sú við eigum að snúa þessum veikleikum upp í styrkleika og vera í fararbroddi í kolefnislausum ferðalögum. Við getum gert Ísland að áfangastað þar sem ferðalangurinn geti verið umhverfisvænni en heima hjá sér. Þannig á gesturinn að upplifa heimsókn til Íslands sem framlag sitt til að gera heiminn betri. Þannig nálgumst við að minnsta kosti verkefnin okkar í Þjórsárdal.Hvað hefurðu lesið nýlega sem er áhugavert? Ég les mjög mikið og er sífellt að leita að góðum bókum um samfélagsmál og viðskipti. Ég ráðlegg öllum sem ég hitti að lesa Sapiens eftir Harari. Ég vil ekki yfirselja hana en hún hafði mikil áhrif á mig á svo mörgum sviðum – til dæmis lét ég loksins verða af því að segja mig úr Þjóðkirkjunni eftir lesturinn! Margar viðskiptabækur eru algert drasl en þar leynast perlur og ein er sérstaklega falleg – Það er bók Yvon Coulthard – Let my people go surfing – stofnanda Patagoniu. Óhefðbundin bók en það er ótrúlegt hvað sá maður var langt á undan sinni samtíð. Talandi um framtíð. Í mínu fyrra starfi sem ráðgjafi hjá Capacent var ég mikið að skoða strauma og stefnur (trend) og ráðleggja stjórnendum hvað væri að gerast á neytendamarkaði. Stundum rætast svona framtíðarspádómar og stundum ekki en við getum gengið að því vísu að einn straumurinn mun bara vaxa og vaxa. Það eru umhverfismálin. Því það er alveg ljóst að ef einhver telur að umhverfismál séu mikið í umræðunni núna – hvernig haldið þið að þetta verði eftir tvö ár – eða fimm ár? Því fyrr sem þú eða þitt fyrirtæki fer af stað, því betur ertu í stakk búinn til að takast á við framtíðina og þannig nútíðina. Að mínu mati er það þess vegna sem Krónan er að hafa betur en Hagkaup um þessar mundir, og Skeljungur lagði Olís þegar rætt var um fækkun bensínstöðva. Skeljungur fagnaði framtakinu og tók sér um leið stöðu með framtíðinni á meðan Olís fór í vörn.Þrátt fyrir áskoranir eru enn sóknarfæri í ferðaþjónustunni, ekki síst þegar kemur að umhverfisvænum ferðalögum.Vísir/VilhelmÞú hefur líka verið að kenna, ekki satt? Undanfarin ár hef ég kennt frumkvöðlafræði (Entrepreneur ship) í MBA-náminu við Háskólann í Reykjavík. Ég legg mikið upp úr lifandi kennslu, við heimsækjum fyrirtæki, fáum frumkvöðla í heimsókn og nemendur hlusta á hlaðvörp (podköst) þar sem einstaklingar segja frá sigrum og ósigrum í fyrirtækjarekstri. Hluti kúrsins er unninn í samvinnu við Iceland ic Startups, en við bjóðum fyrirtækjum sem hafa síðustu ár tekið þátt í viðskiptahröðlum þeirra, að vinna með MBA-nemendunum sem gerast ráðgjafar frumkvöðlanna og leiðbeina þeim um til dæmis fjármál, sölumál eða stefnumótun. Báðir hópar hagnast mikið á þessari samvinnu. Fyrirtækin fá beint í æð allt það besta og nýjasta úr fræðunum og nemendurnir fá tækifæri til að vinna með fólki sem er að takast á við alvöru vandamál. Það er mikill munur á slíku og að lesa um viðfangsefnin í viðskiptabókum. Seinni hluti kúrsins fer svo fram í Boston. Þá heimsækjum við fyrirtæki í borginni og sitjum í tímum hjá einum fremsta nýsköpunarháskóla í heimi – Babson University. Við erum nýkomin heim frá Boston og að þessu sinni heimsóttum við Amazon, Google og MIT-háskólann ásamt því að stúdera frumkvöðlafræði í Babson.Menntun: Ég er með BA-próf í sagnfræði frá HÍ 1997 enda var planið að búa til heimildarmyndir, en svo fór ég smátt og smátt í rekstur og tók MBA-gráðu frá HR 2003.Störf: Ég hef starfað í fjölmiðlum, söluog markaðsmálum, og sem frumkvöðull, þingmaður og ráðgjafi hjá Capacent en síðustu árin hef ég verið í forsvari fyrirtækis sem vinnur að uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal.Fjölskylduhagir: Ég er giftur Herdísi Hallmarsdóttur lögmanni, sem stundar MBA-nám við CBS. Við eigum Sigríði Maríu, 25 ára, sem er að ljúka meistaragráðu í lögfræði og hefur nám við Stanford í haust, og Hallmar Orra, 20 ára stúdent sem núna er að vinna í Kaupmannahöfn, en hefur nám í verkfræði í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira