Samkeppnishæfnin vænkast en áskoranir fram undan Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:41 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þrátt fyrir að Íslandi hækki um fjögur sæti á milli ára í alþjóðlegri samkeppnishæfnisúttekt er björninn ekki unninn að mati Viðskiptaráðs. Ísland stendur Norðurlöndunum enn að baki og því þarf víðtækari stefnumótun atvinnulífs og stjórnvalda. „Umbætur í skattamálum, endurskoðun stuðningskerfis nýsköpunar, lækkun vaxta og bætt viðskiptatengsl við umheiminn eru á meðal þess sem myndi stuðla að aukinni samkeppnishæfni,“ að mati ráðsins. Staða Íslands á samkeppnishæfnisúttektarlista svissneska verslunarskólans IMD var til umræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og Íslandsbanka í morgun. Ísland situr nú í 20. sæti listans, af þeim 63 ríkjum sem úttektin nær til, eftir að hafa lækkað um fjögur sæti á síðasta ári.Meðal þeirra áskorana sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir árið 2019, að mati IMD, er niðursveiflan í ferðamennsku og hækkandi launakostnaður. Þar að auki verði að greiða götu útflutnings frá landinu, taka markviss skref til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem og að styðja og auka alþjóðlegt samstarf. Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Í útlistun Viðskiptaráðs er tekið fram að meiri hagvöxtur hér á landi en annars staðar varð til þess að Ísland hækkaði um þrjú sæti þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu. Skilvirkni hins opinbera eykst einnig milli ára og fer Ísland þar upp um eitt sæti og ræður þar miklu jákvæðara mat stjórnenda á stofnanaumgjörð. Skilvirkni atvinnulífsins batnar milli ára og situr Ísland nú í 19. sæti, þökk sé m.a. aukinni framleiðni og bættum stjórnarháttum. Loks hækkar Ísland um fjögur sæti og upp í það 13. í samfélagslegum innviðum þar sem margir ólíkir þættir spila saman. Sem fyrr segir stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og má þar meðal annars telja smæð hagkerfisins, stofnanir og tækniinnviða meðal áhrifaþátta. Danmörk er enn efst af Norðurlöndunum og lækkar um tvö sæti (8. sæti), Svíþjóð er næst og stendur í stað (9. sæti). Noregur fellur um þrjú sæti (11. sæti). Finnland fer upp um eitt sæti, úr 16. í 15. og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 20. sæti.Skýrslu IMD má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Þrátt fyrir að Íslandi hækki um fjögur sæti á milli ára í alþjóðlegri samkeppnishæfnisúttekt er björninn ekki unninn að mati Viðskiptaráðs. Ísland stendur Norðurlöndunum enn að baki og því þarf víðtækari stefnumótun atvinnulífs og stjórnvalda. „Umbætur í skattamálum, endurskoðun stuðningskerfis nýsköpunar, lækkun vaxta og bætt viðskiptatengsl við umheiminn eru á meðal þess sem myndi stuðla að aukinni samkeppnishæfni,“ að mati ráðsins. Staða Íslands á samkeppnishæfnisúttektarlista svissneska verslunarskólans IMD var til umræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og Íslandsbanka í morgun. Ísland situr nú í 20. sæti listans, af þeim 63 ríkjum sem úttektin nær til, eftir að hafa lækkað um fjögur sæti á síðasta ári.Meðal þeirra áskorana sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir árið 2019, að mati IMD, er niðursveiflan í ferðamennsku og hækkandi launakostnaður. Þar að auki verði að greiða götu útflutnings frá landinu, taka markviss skref til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem og að styðja og auka alþjóðlegt samstarf. Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Í útlistun Viðskiptaráðs er tekið fram að meiri hagvöxtur hér á landi en annars staðar varð til þess að Ísland hækkaði um þrjú sæti þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu. Skilvirkni hins opinbera eykst einnig milli ára og fer Ísland þar upp um eitt sæti og ræður þar miklu jákvæðara mat stjórnenda á stofnanaumgjörð. Skilvirkni atvinnulífsins batnar milli ára og situr Ísland nú í 19. sæti, þökk sé m.a. aukinni framleiðni og bættum stjórnarháttum. Loks hækkar Ísland um fjögur sæti og upp í það 13. í samfélagslegum innviðum þar sem margir ólíkir þættir spila saman. Sem fyrr segir stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og má þar meðal annars telja smæð hagkerfisins, stofnanir og tækniinnviða meðal áhrifaþátta. Danmörk er enn efst af Norðurlöndunum og lækkar um tvö sæti (8. sæti), Svíþjóð er næst og stendur í stað (9. sæti). Noregur fellur um þrjú sæti (11. sæti). Finnland fer upp um eitt sæti, úr 16. í 15. og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 20. sæti.Skýrslu IMD má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira