Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2019 11:00 Þjálfarar liðanna í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu hafa flestir tjáð sig um það að breyta þurfi leikjafyrirkomulagi deildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. Nú í vikunni fara fram leikirnir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og um næstu helgi fer svo sjöunda umferð Pepsi Max-deildarinnar fram. Eftir það verður gert hlé vegna landsliðsverkefna. Þar á eftir munu liðin leika tvo leiki í deildinni í júní og þrjá leiki í heildina séu þau enn í leik í bikarnum. Það þýðir að farið er úr því að leika níu leiki á rúmlega 30 dögum í þrjá leiki á svipuðum dagafjölda. Í kjölfar þess munu þau lið sem taka ekki þátt í Evrópukeppni leika með um það bili viku millibili. Þegar fyrsta umferð deildarinnar var leikin var meira en mánuður síðan öll liðin nema ÍA og KR, sem fóru alla leið í úrslit Lengjubikarsins, léku keppnisleiki.Þurfum að færa Lengjubikarinn Fréttablaðið fékk tvo þjálfara í deildinni til þess að rekja sín sjónarmið varðandi leikjafyrirkomulagið en þess ber að geta að báðir tóku það skýrt fram að sama gilti um öll lið og þeir væru alls ekki að kvarta. „Það þarf, að mínu mati og flestra þeirra þjálfara sem ég hef rætt við, að endurskoða það hvenær Lengjubikarinn er spilaður. Það færi betur á því að ekki myndi líða meira en vika eða tíu dagar frá síðasta leik í Lengjubikarnum og fyrsta leik í deild eða bikar. Svo finnst mér leikið of þétt í upphafi tímabilsins í deild og bikar. Þetta er ekki nýtt vandamál, svona hefur fyrirkomulagið verið í langan tíma og umræðan hefur áður farið fram. Nú þarf bara að gera einhverjar breytingar næsta haust,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um málið. „Ég finn það vel á leikmönnum að álagið er farið að segja til sín og það á bæði við um yngri og eldri leikmenn. Hákon Ingi [Jónsson] er að glíma við vöðvatognun og Ólafur Ingi [Skúlason] hefur verið stífur aftan í læri. Leikmenn mínir og FH voru orðnir þreyttir þegar líða tók á leikinn um síðustu helgi. Spilamennska beggja liða síðustu 20 mínútur leiksins bar þess skýr merki að leikið hafði verið þétt fram að þeim leik og sendingar og aðrar aðgerðir ekki jafn vel framkvæmdar og ella. Leikurinn var spilaður á háu tempói í klukkutíma en leikmenn höfðu ekki kraft til þess að fylgja því eftir,“ segir Helgi enn fremur.Ættum að skoða að fjölga liðum Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, tekur í sama streng. Hann segir erfitt að skipuleggja sig fram í tímann og leikmannahópar liðanna ráði illa við það mikla álag sem verið hefur síðustu vikurnar. „Eftir leikinn við Vestra í bikarnum og Víking í deildinni höfum við spilað níu leiki á 33 dögum sem er leikur á rúmlega þriggja daga fresti. Það gefur augaleið að leikmenn ráða illa við það og endurheimt milli leikja verður ekki fullnægjandi. Svo tekur við rólegur kafli í júní og það er leikið á viku fresti yfir hásumarið þegar vellirnir eru hvað bestir og umgjörð leikja eins og best verður á kosið. Mótið er líka svo stutt að hver leikur er gríðarlega mikilvægur og þjálfarar freistast til þess að nota sömu leikmenn leik eftir leik. Þá eru leikmannahópar flestra liða bara svo þunnir að það er ekki möguleiki að rótera mikið milli leikja,“ segir Túfa. „Að mínu mati ættum við að spila 14 liða efstu deild og byrja fyrr og hætta seinna. Það eru sex lið í deildinni sem spila á gervigrasi núna og einhver lið með það í farvatninu að spila á velli sem getur verið klár í lengri tíma en eins og staðan er núna. Þess vegna gætum við hæglega spilað mótið á lengri kafla. Það myndi auka gæðin og auðvelda þjálfurum og leikmönnum að bæta leikmenn ef leikið væri með reglulegra millibili og sveiflurnar á dögum milli leikja minnkaðar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira