Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. maí 2019 06:30 Junqueras sést hér sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið er hann tók sæti á spænska þinginu. Nordicphotos/AFP „Það er nokkuð undarlegt að ég megi bjóða mig fram, ná kjöri, taka opinberlega sæti á þingi en fái síðan ekki að nýta pólitískan rétt minn til þess að vera málsvari þeirra þúsunda sem greiddu mér atkvæði sín. Með þessu er verið að virða réttindi mín og kjósenda minna að vettugi.“ Þetta segir Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti Katalóníu, í samtali við Fréttablaðið. Junqueras er nýkjörinn þingmaður, bæði á spænska þingið og Evrópuþingið. Það flækir hins vegar stöðu varaforsetans að hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í nóvember 2017. Mál hans, og ellefu annarra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, er nú fyrir hæstarétti í Madríd þar sem áratugalangs fangelsis er krafist vegna uppreisnar, uppreisnaráróðurs og annarra meintra glæpa sem leiðtogarnir eiga að hafa framið haustið 2017 í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins. Junqueras náði kjöri á spænska þingið í lok apríl auk fjögurra annarra ákærðra sjálfstæðissinna. Junqueras og félagar fengu leyfi úr fangelsinu til að sækja innsetningarathöfn og taka formlega sæti á þingi. Í kjölfarið var hann ferjaður aftur í fangelsi og sendur í leyfi frá þingstörfum. Óljóst er hvernig Evrópuþingmennsku hans verður háttað en hann náði, auk tveggja annarra leiðtoga sem eru í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, kjöri þar sömuleiðis. Fyrir liggur að útlagarnir tveir, sem kveðast nú njóta þinghelgi, ætla að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þeir þurfi að mæta til Spánar, þar sem handtaka bíður þeirra, til að sverja stjórnarskránni hollustueið áður en þeir taka sæti. Samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN er búist við því að Junqueras fái leyfi úr fangelsi til þess að sverja hollustueið en þyrfti þá að segja af sér frá spænska þinginu þar sem ekki má sitja á báðum þingum. Sjálfur segir Junqueras það skandal fyrir lýðræðið að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum. „Það að neita kjörnum fulltrúum um pólitísk réttindi sín er andlýðræðislegt. Okkur var leyft að bjóða okkur fram en við fáum ekki að tala máli þeirrar rúmu milljónar sem greiddi Katalónska lýðveldisflokknum (ERC) atkvæði sitt í spænsku þingkosningunum þann 28. apríl,“ segir Junqueras og bætir við: „Spænska ríkið verður að skilja að við munum aldrei gefast upp. Stjórnvöld þurfa að útskýra ástæður sínar fyrir því að mér sé neitað um réttindi mín á spænska þinginu og á Evrópuþinginu ef til þess kemur.“ Katalóninn segist þó bjartsýnn með Evrópuþingsætið þar sem hann telur pólitískan rétt sinn í málinu ósnortinn. „Ég hef ekki verið fordæmdur fyrir neitt og ætti því að geta tekið sæti mitt á Evrópuþinginu, rétt eins og ég gat tekið sæti mitt á spænska þinginu í síðustu viku. Ég sé enga ástæðu fyrir því að það ætti ekki að mega.“ Þá segir Junqueras þátttöku sína og kollega sinna á þinginu til þess fallna að „afhjúpa kúgun spænska ríkisins“ fyrir alþjóðasamfélaginu. „Jafnframt til þess að fá Evrópuþingmenn og evrópskar stofnanir til að átta sig á því hvað er í gangi,“ bætir hann við. Hart hefur verið tekist á í réttarhöldunum í Madríd og standa þau enn yfir. Katalónarnir hafa ítrekað sagst pólitískir fangar og sagt að brotið sé á réttindum þeirra. Enginn glæpur hafi verið framinn heldur hafi spænskum stjórnvöldum einfaldlega mislíkað sjálfstæðisbaráttan. Sækjendur í málinu sem og stjórnvöld á Spáni hafa hins vegar haldið því fram að málið sé ekki pólitískt. Hafa þeir reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi kynt undir ofbeldi í sjálfstæðisbaráttunni. Junqueras segist ekki viss um hvort „vaxandi stuðningur katalónskra kjósenda“ hafi haft nokkur áhrif á réttarhöldin. Hann segir þó að hæstiréttur átti sig nú á því að ljúka þurfi réttarhöldunum sem allra fyrst. „Réttarhöldin sjálf eru hvorki sanngjörn né hefur ferlið verið sanngjarnt. Við erum að horfa upp á brot á réttindum okkar með þessu langa gæsluvarðhaldi. Og við höfum séð að þessi réttarhöld eru annmörkum háð. Til að mynda með því að verjendum hefur verið meinað að sýna myndbönd sem afsanna vitnisburð. Þá höfum við einnig fengið ónógan tíma og aðbúnað til að undirbúa málsvörn okkar,“ segir Junqueras. Katalóninn segist hins vegar viss um að réttarhöldin og fangelsisvistin færi Katalóna „einu skrefi nær frelsinu“. Fangelsunin sé pólitískt verkfæri sem yfirvöld noti til að slá vopnin úr höndum sjálfstæðissinna. Að mati Junqueras hefur sjálfstæðishreyfingin aldrei verið öflugri. „Nú í þing-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningum höfum við unnið í Katalóníu enn á ný,“ segir Junqueras. Hann heldur áfram og segir að sigrarnir sýni fram á styrk hreyfingarinnar. „Katalónska þjóðin hefur valið mannréttindi og lýðræði fram yfir kúgun. Hún hefur nú sýnt það endurtekið við kjörkassann.“ Um næstu skref í deilunni segir Junqueras að lokum: „Eins og ég sagði við leiðtoga sósíalista, Pedro Sánchez, á spænska þinginu í síðustu viku þá er þörf á viðræðum. Það er nauðsynlegt að opna viðræður af því að það er órökrétt að halda að hægt sé að leysa pólitískt deilumál fyrir dómstólum eða með fangelsun.“ Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
„Það er nokkuð undarlegt að ég megi bjóða mig fram, ná kjöri, taka opinberlega sæti á þingi en fái síðan ekki að nýta pólitískan rétt minn til þess að vera málsvari þeirra þúsunda sem greiddu mér atkvæði sín. Með þessu er verið að virða réttindi mín og kjósenda minna að vettugi.“ Þetta segir Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti Katalóníu, í samtali við Fréttablaðið. Junqueras er nýkjörinn þingmaður, bæði á spænska þingið og Evrópuþingið. Það flækir hins vegar stöðu varaforsetans að hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í nóvember 2017. Mál hans, og ellefu annarra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, er nú fyrir hæstarétti í Madríd þar sem áratugalangs fangelsis er krafist vegna uppreisnar, uppreisnaráróðurs og annarra meintra glæpa sem leiðtogarnir eiga að hafa framið haustið 2017 í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins. Junqueras náði kjöri á spænska þingið í lok apríl auk fjögurra annarra ákærðra sjálfstæðissinna. Junqueras og félagar fengu leyfi úr fangelsinu til að sækja innsetningarathöfn og taka formlega sæti á þingi. Í kjölfarið var hann ferjaður aftur í fangelsi og sendur í leyfi frá þingstörfum. Óljóst er hvernig Evrópuþingmennsku hans verður háttað en hann náði, auk tveggja annarra leiðtoga sem eru í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, kjöri þar sömuleiðis. Fyrir liggur að útlagarnir tveir, sem kveðast nú njóta þinghelgi, ætla að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þeir þurfi að mæta til Spánar, þar sem handtaka bíður þeirra, til að sverja stjórnarskránni hollustueið áður en þeir taka sæti. Samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN er búist við því að Junqueras fái leyfi úr fangelsi til þess að sverja hollustueið en þyrfti þá að segja af sér frá spænska þinginu þar sem ekki má sitja á báðum þingum. Sjálfur segir Junqueras það skandal fyrir lýðræðið að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum. „Það að neita kjörnum fulltrúum um pólitísk réttindi sín er andlýðræðislegt. Okkur var leyft að bjóða okkur fram en við fáum ekki að tala máli þeirrar rúmu milljónar sem greiddi Katalónska lýðveldisflokknum (ERC) atkvæði sitt í spænsku þingkosningunum þann 28. apríl,“ segir Junqueras og bætir við: „Spænska ríkið verður að skilja að við munum aldrei gefast upp. Stjórnvöld þurfa að útskýra ástæður sínar fyrir því að mér sé neitað um réttindi mín á spænska þinginu og á Evrópuþinginu ef til þess kemur.“ Katalóninn segist þó bjartsýnn með Evrópuþingsætið þar sem hann telur pólitískan rétt sinn í málinu ósnortinn. „Ég hef ekki verið fordæmdur fyrir neitt og ætti því að geta tekið sæti mitt á Evrópuþinginu, rétt eins og ég gat tekið sæti mitt á spænska þinginu í síðustu viku. Ég sé enga ástæðu fyrir því að það ætti ekki að mega.“ Þá segir Junqueras þátttöku sína og kollega sinna á þinginu til þess fallna að „afhjúpa kúgun spænska ríkisins“ fyrir alþjóðasamfélaginu. „Jafnframt til þess að fá Evrópuþingmenn og evrópskar stofnanir til að átta sig á því hvað er í gangi,“ bætir hann við. Hart hefur verið tekist á í réttarhöldunum í Madríd og standa þau enn yfir. Katalónarnir hafa ítrekað sagst pólitískir fangar og sagt að brotið sé á réttindum þeirra. Enginn glæpur hafi verið framinn heldur hafi spænskum stjórnvöldum einfaldlega mislíkað sjálfstæðisbaráttan. Sækjendur í málinu sem og stjórnvöld á Spáni hafa hins vegar haldið því fram að málið sé ekki pólitískt. Hafa þeir reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi kynt undir ofbeldi í sjálfstæðisbaráttunni. Junqueras segist ekki viss um hvort „vaxandi stuðningur katalónskra kjósenda“ hafi haft nokkur áhrif á réttarhöldin. Hann segir þó að hæstiréttur átti sig nú á því að ljúka þurfi réttarhöldunum sem allra fyrst. „Réttarhöldin sjálf eru hvorki sanngjörn né hefur ferlið verið sanngjarnt. Við erum að horfa upp á brot á réttindum okkar með þessu langa gæsluvarðhaldi. Og við höfum séð að þessi réttarhöld eru annmörkum háð. Til að mynda með því að verjendum hefur verið meinað að sýna myndbönd sem afsanna vitnisburð. Þá höfum við einnig fengið ónógan tíma og aðbúnað til að undirbúa málsvörn okkar,“ segir Junqueras. Katalóninn segist hins vegar viss um að réttarhöldin og fangelsisvistin færi Katalóna „einu skrefi nær frelsinu“. Fangelsunin sé pólitískt verkfæri sem yfirvöld noti til að slá vopnin úr höndum sjálfstæðissinna. Að mati Junqueras hefur sjálfstæðishreyfingin aldrei verið öflugri. „Nú í þing-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningum höfum við unnið í Katalóníu enn á ný,“ segir Junqueras. Hann heldur áfram og segir að sigrarnir sýni fram á styrk hreyfingarinnar. „Katalónska þjóðin hefur valið mannréttindi og lýðræði fram yfir kúgun. Hún hefur nú sýnt það endurtekið við kjörkassann.“ Um næstu skref í deilunni segir Junqueras að lokum: „Eins og ég sagði við leiðtoga sósíalista, Pedro Sánchez, á spænska þinginu í síðustu viku þá er þörf á viðræðum. Það er nauðsynlegt að opna viðræður af því að það er órökrétt að halda að hægt sé að leysa pólitískt deilumál fyrir dómstólum eða með fangelsun.“
Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent