Við ráðum vel við þetta Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla?
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar