Beiti sér gegn loftslagsbreytingum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 29. maí 2019 05:00 "Ég veit ekki hvað við munum búa hér lengi, við bjuggum í tólf ár í Lúxemborg. Hver veit nema við verðum hér í fimm til tíu ár,“ segir Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin, sem fluttist til Íslands í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Það er aðkallandi að taka upp ábyrgar fjárfestingar í ljósi loftslagsbreytinga,“ segir Frakkinn Benoit Chéron, fjármálaráðgjafi hjá X.Fin. Ekki sé hægt að takast á við umhverfisvandann án þess að fjárfestar leggi hönd á plóg. „Æðsta vísindanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna, IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change), telur að við höfum tólf ár til þess að koma í veg fyrir þær náttúruhamfarir að hitinn aukist um 1,5 gráður á Celsius,“ segir hann. Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfinu, félagslegum þáttum og stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Félagsleg viðmið lúta að því hvernig komið er fram við starfsfólk, birgja, viðskiptavini og samfélagið. Stjórnarhættir snúa til dæmis að stjórnun fyrirtækja, launum stjórnenda, innra eftirliti, hagsmunaárekstrum, spillingu og réttindum hluthafa. „Sumir fjárfestar horfa einungis til fyrirtækja sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið í stað þess að sneiða einvörðungu fram hjá þeim sem framleiða eða selja skaðlegar vörur eins og tóbak,“ segir Chéron. Betri ávöxtun Hann segir að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og betri ávöxtunar að meðaltali en að aðferðafræðin dragi úr hættunni á skakkaföllum. Enn fremur geti fjárfestar kosið að fjárfesta í fyrirtæki sem hafi tiltekinn áhættuþátt en þá sé fjárfestirinn meðvitaður um það og geti gripið til aðgerða. Til dæmis fundið leiðir til að selja úrgang sem myndast við starfsemina til einhvers sem nýtir hann á uppbyggilegan máta. Fyrirtæki sem rekin séu eftir þessari aðferðafræði hugi að því að kynjahlutföll stjórnenda séu jöfn sem leiði til betri árangurs. Lífeyrissjóðir horfi ekki til þess að fjárfesta til þriggja ára heldur 20-30 ára og því sé æskilegt að þeir líti til áhættunnar sem skapist af loftslagsbreytingum. Þær leiða meðal annars til aukinnar hættu á flóðum. „Loftslagsbreytingar gætu leitt til þess að fjárfestar tapi háum fjárhæðum,“ segir hann. Chéron segir að frá fjármálahruni hafi fjárfestar og fjármálastofnanir verið undir auknum þrýstingi frá samfélaginu um að fjárfesta með skynsamlegum hætti. Það hafi meðal annars leitt til þess að ábyrgum fjárfestingum hafi vaxið fiskur um hrygg. „Orðsporið skiptir máli,“ segir hann. Að hans sögn hafi stefnusmiðir ýmissa landa auk þess krafið stofnanafjárfesta í auknum mæli um að greina frá áhrifum þeirra á umhverfið og samfélagið. Frakkland gerir þá kröfu til stofnanafjárfesta að greina frá í ársskýrslu með hvaða hætti tekið sé tillit til loftslagslagsbreytinga og félags- og umhverfisþátta og stjórnarhátta við fjárfestingar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira