Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 21:34 Uppsetning múrsins í Nýju Mexíkó facebook Hópur stuðnings manna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. Safnað var fyrir byggingunni með hópfjármögnun. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Brian Kolfage, fyrrverandi hermaður í bandaríska flughernum, birti mynd á netinu af uppsetningu stálgerðisins sem fór fram í Nýju Mexíkó. Hann sagði að tekist hafi að fjármagna 2,74 milljarða íslenskra króna, sem safnast hafi í gegnum hópfjáröflunina sem fór fram á netinu í fyrra. Fjáröflunin fór af stað eftir að bandaríska þingið neitaði að veita Donald Trump fjármagn til að standa við þetta alræmda kosningaloforð sitt. WE MADE HISTORY! The first crowdsource funded international border wall! Paid for with donations from our @gofundme DONATE TODAY! @RyanAFournier @SebGorka @DRUDGE @PeteHegseth @SarahPalinUSA @TeamTrump @DonaldJTrumpJr @JesseBWatters @GOPLeader @TeamCavuto @TwitchyTeam pic.twitter.com/XoNvSagGWQ— Brian Kolfage (@BrianKolfage) May 27, 2019 Kolfage tístaði röð mynda og myndbanda á sunnudag sem sýndu nýja varnarvegginn. „Okkur tókst það! Fyrsti alþjóðlegi landamæramúrinn sem fjármagnaður er af almenningi!“ skrifaði Kolfage á Twitter. Sjálfseignarstofnunin WeBuildtheWall Inc. Sér um byggingu veggsins og var Kolfage stofnaði hana eftir að hafa sett upp hópfjáröflunina í desember sem titluð var „Við, fólkið, munum fjármagna múrinn,“ (e. We The People Will Fund The Wall). Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, situr í ráðgjafanefnd WeBuildtheWall. Steve Bannon var vikið úr starfi sínu sem aðalráðgjafi þann 18. Ágúst 2017. Bannon sagði í samtali við CNN að þessi viðbót við múrinn myndi tengja saman tvo hluta múrsins sem nú þegar eru komnir upp. Hver þeirra er 34 kílómetrar á lengd. Kris Kobach, fyrrverandi utanríkisráðherra Kansas ríkis, sem nú er ráðgjafi WeBuildtheWall sagði í samtali við CNN að þessi hlekkur múrsins gæti kostað allt að einn milljarð íslenskra króna. Hópurinn hefur ráðið Fisher Industries, sem er verktakastofa frá Norður Dakota til að vinna verkið, en Trump hefur lýst því yfir að Fisher ætti að fara með uppsetningu múrsins. Mynd af framkvæmdunum sem hópurinn WeBuildtheWall birti á Facebook síðu sinni.facebookLandið sem múrinn er byggður á er í eigu Jeff Allen, sem er stuðningsmaður Trump, en hann á hlut í landinu. Landið er í Sunland Park borg í Nýju Mexíkó, en handan við landamærin er borgin Ciudad Juarez. Allen sagði að uppsetningin, sem er um það bil 800 metra löng yrði búin í lok vikunnar. Allen sagði í samtali við fréttastofu AFP að „þetta væri leið Bandaríkjamanna til að segja þinginu að það væri „gagnslaus og við erum að berjast gegn ykkur. Við ætlum að byggja [múrinn] sjálf.““ „Þetta er ekki Evrópa. Þetta eru Bandaríkin. Við verndum landamæri okkar.“ Hann neitaði því að hata innflytjendur og því til stuðnings lýsti hann því yfir að hann væri giftur mexíkóskri konu og að dóttir hans hafi verið fædd í Ciudad Juarez. „Þetta snýst ekki um kynþáttafordóma,“ sagði Allen við AFP. „Þetta snýst um að ég geta varið mig og að landamæri Bandaríkjanna séu örugg.“ „Ef fólk vill flytja inn í landið á það að fara að landamærastöð og sækja um það.“ WeBuildtheWall sagði í tilkynningu að þetta væri bara byrjunin í verkefni þeirra við að verja landamæri Bandaríkjanna í suðri. „Spennið sætisólarnar, við erum rétt að byrja!“ skrifaði hópurinn á Facebook síðu sinni. Bandaríska landamæraeftirlitið segir verkefnið ekki tengjast sinni vinnu. Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Sjálfskipaðir landamæraverðir sagðir hafa ætlað sér að ráða Obama af dögum Maðurinn sem grunaður er um að vera leiðtogi öfgahóps sem starfaði á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna er sagður hafa stærð sig af því að hafa lagt á ráðin um að ráða Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, af dögum. 23. apríl 2019 21:20 Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur yfir vopnuðum einkahersveitum sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. apríl 2019 15:26 Trump beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn í sinni valdatíð Ekki náðist meirihluti í þinginu til þess að koma í veg fyrir að forsetinn gæti beitt neitunarvaldi sínu. 15. mars 2019 21:07 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Hópur stuðnings manna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki. Safnað var fyrir byggingunni með hópfjármögnun. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Brian Kolfage, fyrrverandi hermaður í bandaríska flughernum, birti mynd á netinu af uppsetningu stálgerðisins sem fór fram í Nýju Mexíkó. Hann sagði að tekist hafi að fjármagna 2,74 milljarða íslenskra króna, sem safnast hafi í gegnum hópfjáröflunina sem fór fram á netinu í fyrra. Fjáröflunin fór af stað eftir að bandaríska þingið neitaði að veita Donald Trump fjármagn til að standa við þetta alræmda kosningaloforð sitt. WE MADE HISTORY! The first crowdsource funded international border wall! Paid for with donations from our @gofundme DONATE TODAY! @RyanAFournier @SebGorka @DRUDGE @PeteHegseth @SarahPalinUSA @TeamTrump @DonaldJTrumpJr @JesseBWatters @GOPLeader @TeamCavuto @TwitchyTeam pic.twitter.com/XoNvSagGWQ— Brian Kolfage (@BrianKolfage) May 27, 2019 Kolfage tístaði röð mynda og myndbanda á sunnudag sem sýndu nýja varnarvegginn. „Okkur tókst það! Fyrsti alþjóðlegi landamæramúrinn sem fjármagnaður er af almenningi!“ skrifaði Kolfage á Twitter. Sjálfseignarstofnunin WeBuildtheWall Inc. Sér um byggingu veggsins og var Kolfage stofnaði hana eftir að hafa sett upp hópfjáröflunina í desember sem titluð var „Við, fólkið, munum fjármagna múrinn,“ (e. We The People Will Fund The Wall). Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, situr í ráðgjafanefnd WeBuildtheWall. Steve Bannon var vikið úr starfi sínu sem aðalráðgjafi þann 18. Ágúst 2017. Bannon sagði í samtali við CNN að þessi viðbót við múrinn myndi tengja saman tvo hluta múrsins sem nú þegar eru komnir upp. Hver þeirra er 34 kílómetrar á lengd. Kris Kobach, fyrrverandi utanríkisráðherra Kansas ríkis, sem nú er ráðgjafi WeBuildtheWall sagði í samtali við CNN að þessi hlekkur múrsins gæti kostað allt að einn milljarð íslenskra króna. Hópurinn hefur ráðið Fisher Industries, sem er verktakastofa frá Norður Dakota til að vinna verkið, en Trump hefur lýst því yfir að Fisher ætti að fara með uppsetningu múrsins. Mynd af framkvæmdunum sem hópurinn WeBuildtheWall birti á Facebook síðu sinni.facebookLandið sem múrinn er byggður á er í eigu Jeff Allen, sem er stuðningsmaður Trump, en hann á hlut í landinu. Landið er í Sunland Park borg í Nýju Mexíkó, en handan við landamærin er borgin Ciudad Juarez. Allen sagði að uppsetningin, sem er um það bil 800 metra löng yrði búin í lok vikunnar. Allen sagði í samtali við fréttastofu AFP að „þetta væri leið Bandaríkjamanna til að segja þinginu að það væri „gagnslaus og við erum að berjast gegn ykkur. Við ætlum að byggja [múrinn] sjálf.““ „Þetta er ekki Evrópa. Þetta eru Bandaríkin. Við verndum landamæri okkar.“ Hann neitaði því að hata innflytjendur og því til stuðnings lýsti hann því yfir að hann væri giftur mexíkóskri konu og að dóttir hans hafi verið fædd í Ciudad Juarez. „Þetta snýst ekki um kynþáttafordóma,“ sagði Allen við AFP. „Þetta snýst um að ég geta varið mig og að landamæri Bandaríkjanna séu örugg.“ „Ef fólk vill flytja inn í landið á það að fara að landamærastöð og sækja um það.“ WeBuildtheWall sagði í tilkynningu að þetta væri bara byrjunin í verkefni þeirra við að verja landamæri Bandaríkjanna í suðri. „Spennið sætisólarnar, við erum rétt að byrja!“ skrifaði hópurinn á Facebook síðu sinni. Bandaríska landamæraeftirlitið segir verkefnið ekki tengjast sinni vinnu.
Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13 Sjálfskipaðir landamæraverðir sagðir hafa ætlað sér að ráða Obama af dögum Maðurinn sem grunaður er um að vera leiðtogi öfgahóps sem starfaði á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna er sagður hafa stærð sig af því að hafa lagt á ráðin um að ráða Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, af dögum. 23. apríl 2019 21:20 Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur yfir vopnuðum einkahersveitum sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. apríl 2019 15:26 Trump beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn í sinni valdatíð Ekki náðist meirihluti í þinginu til þess að koma í veg fyrir að forsetinn gæti beitt neitunarvaldi sínu. 15. mars 2019 21:07 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Handtóku meðlim hægri-öfgahóps Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 21. apríl 2019 13:13
Sjálfskipaðir landamæraverðir sagðir hafa ætlað sér að ráða Obama af dögum Maðurinn sem grunaður er um að vera leiðtogi öfgahóps sem starfaði á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna er sagður hafa stærð sig af því að hafa lagt á ráðin um að ráða Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, af dögum. 23. apríl 2019 21:20
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45
Miklar áhyggjur vegna vopnaðra hægri-öfgahópa Mexíkóska ríkið sagði í tilkynningu miklar áhyggjur yfir vopnuðum einkahersveitum sem hafa tekið flóttafólk föngum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. apríl 2019 15:26
Trump beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn í sinni valdatíð Ekki náðist meirihluti í þinginu til þess að koma í veg fyrir að forsetinn gæti beitt neitunarvaldi sínu. 15. mars 2019 21:07
Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04