Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2019 19:55 Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Loftslagsmál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún.
Loftslagsmál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira