Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 10:44 Hefðbundin vinna og matarskammtar, sem ríkið skaffar, dugar ekki til að lifa af í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25
Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17
Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40
Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34