Klassísk og mjög veiðin Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2019 10:14 Peter Ross Flugur sem voru mikið notaðar fyrir 40 árum eru margar hverjar lítið eða minna notaðar í dag og þar á meðal ein sú skæðasta. Það er eðlilegt að sumar flugur hverfi í skuggann þegar það koma fram nýjar flugur sem verða veiðnar og vinsælar en sumar virðast hverfa án þess að hæfni þeirra til að lokka fisk hafi dvínað. Það er þannig um fluguna sem ég segi frá hér en það er ekki svo að hún sé ekkert notuð, bara ekki nógu mikið að mínu mati. Peter Ross er nefnilega ótrúlega veiðin bæði á urriða og bleikju en sérstaklega er hún skæð í sjóbleikju. Hún virðist í fyrstu ekki líkjast neinu æti beint en hún virðist vekja athygli fisksins og þá sérstaklega ef það er verið að veiða á sólbjörtum degi hvort sem er í á eða við vatn. Margir af þeim sem halda mikið uppá hana segja að hún gefi best léttklædd og oftar en ekki þegar þú sleppir að hnýta á hana skottið. Eins eru sumir sem hnýta hana ekki með skeggvafning heldur bara með beinu skeggi. Hún hefur verið hnýtt sem púpa og þá ekki með væng heldur vænghylki og hún er líka mjög veiðin þannig. Þetta var í þá daga sem undirritaður fyrir um 40 árum síðan tók sín fyrstu skref með flugustöng við Elliðavatn, ein sú veiðnasta í vatninu. Það sem hefur að vísu breyst síðan þá er að hlutfall urriða er mun meira og sumir segja að hún sé ekki veiðin á urriða, í það minnsta ekki jafnt á við hvað bleikjan virðist gráður í hana. Það eru mýmörg dæmi um annað svo ég hvet þig til að eiga þessa í sumar og nota hana mikið. Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði
Flugur sem voru mikið notaðar fyrir 40 árum eru margar hverjar lítið eða minna notaðar í dag og þar á meðal ein sú skæðasta. Það er eðlilegt að sumar flugur hverfi í skuggann þegar það koma fram nýjar flugur sem verða veiðnar og vinsælar en sumar virðast hverfa án þess að hæfni þeirra til að lokka fisk hafi dvínað. Það er þannig um fluguna sem ég segi frá hér en það er ekki svo að hún sé ekkert notuð, bara ekki nógu mikið að mínu mati. Peter Ross er nefnilega ótrúlega veiðin bæði á urriða og bleikju en sérstaklega er hún skæð í sjóbleikju. Hún virðist í fyrstu ekki líkjast neinu æti beint en hún virðist vekja athygli fisksins og þá sérstaklega ef það er verið að veiða á sólbjörtum degi hvort sem er í á eða við vatn. Margir af þeim sem halda mikið uppá hana segja að hún gefi best léttklædd og oftar en ekki þegar þú sleppir að hnýta á hana skottið. Eins eru sumir sem hnýta hana ekki með skeggvafning heldur bara með beinu skeggi. Hún hefur verið hnýtt sem púpa og þá ekki með væng heldur vænghylki og hún er líka mjög veiðin þannig. Þetta var í þá daga sem undirritaður fyrir um 40 árum síðan tók sín fyrstu skref með flugustöng við Elliðavatn, ein sú veiðnasta í vatninu. Það sem hefur að vísu breyst síðan þá er að hlutfall urriða er mun meira og sumir segja að hún sé ekki veiðin á urriða, í það minnsta ekki jafnt á við hvað bleikjan virðist gráður í hana. Það eru mýmörg dæmi um annað svo ég hvet þig til að eiga þessa í sumar og nota hana mikið.
Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði